6.8.2011 | 16:58
Ýkjur um veður
Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir að sé ''brjáluð blíða'' á Dalvík núna. Ekki er veðurstöð á Dalvík en á Hámundarstaðahálsi, skammt frá, en reyndar í 103 m hæð, hefur hitinn varla farið upp fyrir 12 stig. Á Eyjafjarðarsvæðinu utanverðu hefur verið gola af hafi í dag og svona 11-13 stiga hiti. Það er svona þolanlegt um hásumarið og alls ekki fram yfir dæmigert meðalástand. Að kalla það ''brjálaða blíðu'', sem á víst að merkja alveg sérdeilis mikla veðurblíðu, eru vægast sagt ýkjur. Það er eiginlega merkingarleysa. En ef hefði verið 20 stiga hiti hefði þetta orðalag alveg gegnið.
En svona ýkjur mótshaldara útihátíða um veður mega heita regla. Aldrei geta þeir skýrt frá veðri á sæmilega hlutlægan og skilmerkilegan hátt. Þeir segja t.d. aldrei: það er hafgola og nokkuð skýjað en sér þó stundum til sólar og 12 stig hiti. Nei, þeir þurfa alltaf að búa til glansmynd af veðrinu út fyrir allan raunveruleika. Það á víst að bæta ímynd viðkomandi útihátíðar.
Ekki kaupi ég það athugunarlaust, fremur en ''brjáluðu blíðuna'', að nú sé sólskin í ellfta sinn í röð á Fiskideginum. Hvað er til dæmis átt við með þessu orðalagi? Að sjáist eitthvað til sólar eða alltaf hafi verið glaðasólskin? Ellefu skipti í röð! Það er á móti öllum líkum.
Ef einhver skyldi svo freistast til að halda að þessi ellefta meðferð á veðurfari eigi að sýna hvað alltaf sé sólríkt fyrir norðan þá er það óhagganleg staðreynd að sól skín á sumrin meira í Reykjavík heldur en fyrir norðan.
Vel á minnst. Í Reykjavík fór fram gleðiganga í dag í alveg snarbrjálaðri blíðu. Sólin skein bara alveg og skein allan guðslangn daginn og hitinn var 15-16 stig á mælum Veðurstofunnar.
En við höfuðstaðabúar erum nú svo sem vanir slíku og þurfum ekki að búa til neinar glansmyndir. Bara telja fram beinharðar staðreyndir!
Brjáluð blíða á Dalvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 11.8.2011 kl. 17:08 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Alltaf sama öfundsýkin í stórum hluta þeirra sem eiga heima hérna í Reykjavík. Fólk er að reyna gera sér glaðan dag og síðan koma pakk eins og þú sem byrja að rakka þetta niður
farðu bara og labbaðu niður laugarveginn fyrst það er svona gott verður í þessari borg sem við búum í
sighvatur K (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 18:18
Þetta kallar á brjáluð viðbrögð.
Tröllaskaginn er jafnvel sjálfur farinn að hristast.
Emil Hannes Valgeirsson, 6.8.2011 kl. 18:50
Maður ætti kannski að ganga aftur á bak niður Laugaveginn!
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.8.2011 kl. 19:00
Sammála þér, nafni. Veðurskreytni, ef svo má nefna það, er í beinu hlutfalli við mikilvægi viðburða.
Búið að vera fínt veður hérna á Skagaströnd í dag, sérstaklega ef maður kennst hlémegin við þessa NA 10 til 13 m/s. Annars hefur bara lægt eftir því sem á daginn hefur liðið og nú er komin reykvísk snarbrjáluð blíða. Og aldrei lýg ég. Ekki bærist hár á höfði mínu (hefur ekki gerst lengi).
Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 19:39
Þessar veðurlýsingar eru svona álíka heiðarlegar og nákvæmar og áætlanir um gestafjölda á þessum sama viðburði.
Bjarki (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 19:54
Þetta er náttúrlega ekkert stórmál og allir reyna að gera sinn veðurhlut góðan meðan fjörið er sem mest en það má alveg vera smá raunsæi með. Ég hef lengi haft illan bifur á ofnotkun orðsins ''blíða'' um veður.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.8.2011 kl. 20:01
Svo er veðurstríðni milli landshluta alltaf skemmtileg svo lengi sem hún er ekki tekin of alvarlega.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.8.2011 kl. 20:04
auðvitað er þetta ekkert stórmál og öllum mótshöldurum þykir sinn fugl fagur. Blíða sem slík er mjög sjaldgæf á Íslandi ef blíðu má kalla, fer þó eftir því hvað maður ber blíðuna saman við
sighvatur k (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 20:43
Ég er búin að vera hér á Dalvík síðan á fimmtudag. Einu alvöru ýkjurnar sem ég hef heyrt í sambandi við veður hér er veðurspáin. Það var spáð rigningu og ég hef lítið orðin vör við hana, frétti þó af henni eina nóttina á meðan ég svaf. Það er búið að vera blíða hér í allan dag. Hvernig met ég það? Jú, ég er búin að vera á ermastuttu í allan dag. Fór í ermar þegar kvöldaði.
Svo finnst mér líka í góðu lagi þó sé gott veður í öðrum landshlutum.
Anna Guðný , 7.8.2011 kl. 00:41
Þetta er skemmtilegasta veðurfærsla sem ég hef lesið lengi.
Kama Sutra, 7.8.2011 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.