Tuttugu stig í Reykjavík

Detti mér nú allar dauðar lýs úr höfði! Komst ekki hitinn í nákvæmlega tuttugu stig í höfuðborginni á kvikasilfursmæli þó ekki sæi til sólar. Á sjáfvirka mælinum fór hitinn í 20,2 stig. Á flugvellinum fór hitinn í 20,7 stig, 20,7 á Þyrli og 20,4  í Straumsvík. Hlýjast á landinu varð 20,9 stig á Skrauthólum á Kjalarnesi.

Annars kom þetta svo sem ekkert sérstaklega á óvart. Hlýtt loft er yfir landinu og áttin hagstæð fyrir okkur hér á vesturlandi.

Fáir dagar eru jafn sjarmerandi eins og góðviðrisdagar snemma í ágúst og jafnvel enn fremur þegar skýjað er en glaðasólskin. Þá er svo mikil blómleiki og fylling í náttúrunni. 

Við suðurströndina hellirigndi. Í Vík í Mýrdal mældust 40,5 mm kl. 18 frá því kl. 9 í morgun. 

Kannski að við fáum nú tólf stiga ágúst að meðalhita ofan í öll ''harðindin''! 

Og ef ég á má kalla fram æði sérvitrinslega veðurnostalgíu minnir þessi dagur mig sterklega á 5. ágúst 1969! Þá komst hitinn í 19,9 stig í ekki ósvipuðu veðri, þó suðlægara væri, og var það dagshitamet hámarkshita fyrir Reykjavík sem nú var þá slegið. Varla er þó von til þess að meðalhitadagsmetið verði slegið.

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband