Nýtt stjórnmálaafl

Ég gjöri hér með kunnugt að ég hefi í hyggju að stofna nýtt stjórnmálaafl, hvers afl verður ekkert smáræði.

Ég ætla að stofna Góðviðrisflokkinn því ég er engan veginn sáttur við það veður sem að mér er haldið með eigi litlu gerræði og stundum beinu harðræði. Helsta baráttumál hins nýja flokks mun verða jöfnun veðurgæðanna milli landshluta og betra veður um allt land með sterku ívafi af evrópulofti. 

Ég finn alveg rokstuðning úr öllum áttum. 

Fylgjendur hins nýja flokks munu taka fylgiskjalinu fagnandi  við þessa færslu en það birtir það veður fyrir norðan og sunnan og bara um allt land sem ætlunin er að stórbæta.

Ekki veitir af!

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sigurður.: Krefst þess að gerast félagsmaður númer allavega eitt af þeim fyrstu. Gott ef þetta er ekki ein af bestu hugmyndum í íslensku atvinnulífi um langa hríð! Lifi veðrið.!

Án þess erum við ekki neitt.

 Takk fyrir góða pistla.

Halldór Egill Guðnason, 24.8.2011 kl. 05:45

2 identicon

Frábær hugmynd en líklega verða austfirðingar frekar fúlir yfir endalausu þokulofti.

Rabbi (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband