2.9.2011 | 22:59
Sögulok mánaðarvökunarinnar
Nú er ekki lengur hægt að sjá athuganir mannaðra veðurstöðva á þriggja tíma fresti á gamla vef Veðurstofunnar, ásamt hámarki og lágmarki hitans og úrkomu, eins og lengi hefur verið hægt.
Mér finnst það satt að segja fyrir neðan allar hellur að loka á þetta fyrirvaralaust án þess að aðgangur að þessum upplýsingum sé mögulegur annars staðar á vef Veðurstofunnar.
Það er skömm frá því að segja að hægt er að sjá þetta eitthvað svipað á rússneska vefnum góða fyrir nokkrar stöðvar en alls ekki allar, og reyndar á fleiri stöðum, en ekki á opinberum vef Veðurstofu Íslands!
Ég hef í um það bil ár birt hér á blogginu daglegt yfirlit yfir veður í Reykjavík og Akureyri og fyrir suma veðurþætti yfir allt landið, einn mánuð í senn meðan honum vindur fram. Slíkt yfirlit er hvergi annars staðar aðgengilegt með líkum hætti. Þetta hefur verið þó nokkuð maus og fyrirhöfn. Og þessi lokun á gamla vefnum með upplýsingum frá mönnuðu stöðvunum minnkar hana nú ekki.
Og nú nenni ég þessu bara ekki lengur.
Örlög þessa veðurbloggs að öðru leyti er enn óráðin.
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 3.9.2011 kl. 00:43 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Það hlaut að koma að þessu með gamla vefinn. En þetta er náttúrulega afturför nú á upplýsingaöld að lokað sé á upplýsingar þegar það á einmitt að vera öfugt.
Emil Hannes Valgeirsson, 2.9.2011 kl. 23:21
Ekki er ég hissa þó þú þreytist Sigurður, með árunum. Sem betur fer á ég allt sem þú hefur sett á þína bloggsíðu á diski, en.......það verður alltaf veður, hvort sem fólki líkar vel eða illa, útfærslan á því. Hafðu mínar bestu þakkir fyiri spekúlasjónið! og framsetninguna, sem gerði aula eins og mér kleift að fylgjast örlitð betur með, þó ekki væri meira. Takk.
Halldór Egill Guðnason, 4.9.2011 kl. 05:25
Breyttu þessu veðurbloggi bara aftur í kisublogg. Þá verður gaman!
Kama Sutra, 4.9.2011 kl. 23:05
Frekar einkennilegt að loka gamla vefnum núna, maður gerði ráð fyrir að hann væri opinn af því að ekki er allt sem máli skiptir komið þaðan yfir á nýja vefinn.
Reyndar er sumt af þessu á brunni Veðurstofunnar, þ.e. á http://brunnur.vedur.is/athuganir/leslisti/ - það sem er þar breyttist m.a.s. aðeins þegar gamla vefnum var lokað. En best væri ef það merkilegasta af gamla vefnum færi einfaldlega inn á brunninn, hann inniheldur þegar talsvert af sérhæfðum, áhugaverðum upplýsingum fyrir veðurnörda og varla flókið að bæta þessu við líka því það var hvort eð er verið að útbúa þessar upplýsingar áður en gamla vefnum var lokað. Það er t.d. nokkuð pirrandi að geta ekki lengur séð almennilegan lista yfir veður á öllum stöðvum eins og áður var hægt. "Leslistinn" er að vísu svipaður þeim lista sem var á gamla vefnum en samt ekki eins góður enda miðast hann greinilega við lestur í útvarpi. Skyggni birtist t.d. bara ef það er "lélegt", þ.e. sama "regla" og er notuð í lestri í útvarpinu en svona takmarkanir eru óþarfar á vef. Best þætti mér ef "leslistinn" yrði eins og listinn sem áður birtist á gamla vefnum.
Svo saknar maður aðeins upplýsinganna frá erlendu stöðvunum en það skiptir að vísu mun minna máli.
Læt ég svo þessu nöldri lokið - vonandi verður þetta einhverntíma lagað...
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 00:44
Það versta er að nú er hvergi hægt að sjá hámarks og lágmarkshita skeytastövanna og ekki hægt að sjá veðrið á athugunartímum á öllum stöðvum í sjónhendingu eftir spáhéruðum. Skil ekki svona upplýsingalokun.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.9.2011 kl. 00:50
Ertu búinn að senda fyrirspurn á Veðurstofuna varðandi þetta?
Annars hefur mér þótt fróðlegt að geta skoðað þetta hjá þér og yrði ánægður ef það yrði mögulegt að halda þessu áfram. En alla vega, takk fyrir og vonandi verður hægt að taka þetta upp aftur síðar, helst fyrr en síðar.
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.9.2011 kl. 11:28
Og nú sé ég að gamli vefurinn er aftur kominn upp. Kannski bar þetta "nöldur" árangur eða ekki stóð til að taka hann niður til frambúðar núna. Vonandi hverfur gamli vefurinn ekki varanlega fyrr en þessar upplýsingar eru komnar á nýja vefinn eða brunninn...
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 14:17
Er ekki frá því að frekjudallaháttur beri stundum árangur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.9.2011 kl. 19:32
Gamla vefsins er sárt saknað ásamt þeim upplýsingum sem þar var að finna. Veðurstöð 1395 var t.d. alveg sérstakt áhugamál, einkum loftvogin sem er nú hvergi að finna. Á nýja vefnum í dag er nýjustu upplýsingar frá þessari stöð 6 tíma gamlar, sem er nokkuð bagalegt.
Brimið á Bakkanum (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.