10.9.2011 | 12:32
Þöggun og sjálfsvíg
Það er oft talað um það að opna eigi umræðuna um sjálfsvíg.
Nú hefur verið opnaður vefur um sjálfsvíg.
Á þeim vef eru engar umræður leyfðar eða skoðanaskipti og athugasemdir um eitt né neitt.
Alt kemur að ofan. Allt er tilreitt ofan í fólk.
Ég hef alloft bloggað og jafnvel skrifað um það blaðagreinar að umræða á Íslandi um sjálfsvíg sé mörkuð undanbrögðum og óhreinlyndi. Horft sé framhjá mörgu sem viðkomi málinu og litið sé á sjálfsvíg nær eingöngu frá sjónarhóli geðlæknisfræðinnar.
Vefurinn um sjálfsvíg er einn af vitnisburðunum um þetta.
það er eins og liggi í loftinu að allar aðrar hugsanalínur en þar koma fram séu óviðeigandi.
Óttar Guðmundsson vakti þó athygli á því í Kastljósi í gær að áfengisneysla komi við sögu í meira en helmingi sjálfsvígstillfella. Samt hefur sjálfsvígsumræðan, sem er vandlega stýrð af heilbrigðisstéttum, aldrei lagt á það neina áherslu að vara fólk við áfengi.
Það er eins og það sé algerlega óviðeigandi. Bara hallærislegt.
Eftir þessu er flest umræða um sjálfsvíg. Hún er full af þöggun og réttrúnaði ýmis konar sem ekki má við blaka.
Ekki skal ég þó fara lengra út í þessa sálma enda oft gert það áður.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Í Morgunblaðinu í dag er reyndar merkileg grein eftir Ingibjörgu H. Baldursdóttur um það að vera gjörsamlega brotin og buguð. Það eru margir, af ýsmum ástæðum, og það ástand er ekki það sama og vera haldinn þunglyndi en það orð virðist vera upphaf og endir allrar sjálfsvígsumræðu meðal heilbrigðisstétta.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.9.2011 kl. 15:32
Síðan var bara að opna og þá má vel vera að sett verði upp á hana umræðuborð.
Inga og reyndar ég sjálf höfum báðar bloggað frekar opinskátt um missi sona okkar. En ég er sammála þér með þunglyndispunktinn. Hann er mikill útgangspunktur í umræðunni. Nú var það ekki svo í tilviki míns sonar, aðrar ástæður þar að baki. En kannski er það í yfirgnæfandi meirihluta tilvika ?
Hafðu það sem best
Kveðja
Ragnheiður mamma hans Himma
Ragnheiður , 10.9.2011 kl. 17:32
Það er mjög merkilegt að kennivald geðlækna þegar kemur að "geðheilbrigði" virðist vera eiginlega alveg það sama og annarra lækna varðandi líkamlegt heilbrigði.
Samt er mikill munur á árangrinum sem stéttirnar geta státað af. Í löndum með öflug og nútímaleg almenn heilbrigðiskerfi eru ævilíkur jafnan góðar og lýðheilsutölur líta vel út í samanburði við lönd sem búa við síðra kerfi (á þessu síðarnefnda eru undantekningar en þær eiga sér yfirleitt nokkuð augljósar skýringar í lífstíl íbúa velmegunarlanda).
Það er einfaldlega ekki hægt að sjá að "öflug og nútímaleg" geðheilbrigðiskerfi hafi sömu áhrif. Vestræn velmegunarlönd eru t.d með háa sjálfsvígstíðni miðað við önnur lönd, aðeins fyrrverandi og núverandi kommúnistaríki eru með hærri tíðni (og þar eru menn reyndar gjarnan mjög hrifnir af "vísindalegum" geðlækningum og geðlyf mikið notuð).
Sömu sögu er að segja af endurhæfingu geðklofagreindra einstaklinga, velmegunarlönd í Evrópu, N-Ameríku og Asíu eru að ná ömurlegum árangri miðað við þriðjaheimslönd.
Það er í raun löngu komin tími til þess að spyrja hvort að geðlæknar geti yfirhöfuð nokkuð annað en að búa til öryrkja (sem virðist fjölga í takt við "framfarir" og nýjungar í geðlækningum á meðan að ekki sjást nein áhrif á sjálfsvígstölum).
Svo er það atriði út af fyrir sig að menning okkar virðist orðin svo gegnsýrð af geðvísindum að það virðist sett samasemmerki á milli þess að taka tilvistarlegan vanda alvarlega og að viðurkenna hann sem "alvöru sjúkdóm". Hver í ósköpunum getur horft á heiminn og komist að þeirri niðurstöðu að það sé hið heilbrigða og eðlilega ástand mannsins að vera hamingjusamur og fúnksjónel?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 18:39
Skortur á réttri og hollri næringu, vítamínum, steinefnum og alls kyns snefilefnum orsakar í mörgum tilfellum sjúkdóma, þar með talidir geðsjúkdómar. Það er líka eðlilegt og rökrétt, að ekki geti neitt virkað eðlilega, ef mikilvæg efni skortir í heildarmyndina.
Magnesíumskortur heldur hreinlega uppi lyfjafyrirtækjunum, því það er útilokað að halda heilsu ef það mikilvæga efni skortir. Ekki veit ég hvort læknavísindin eru svo stutt á veg komin að þau viti ekki um þetta, en það er alvarlegt og umhugsunarvert að svo einfaldur sannleikur skuli ekki hafa ratað upp á læknavísinda-uppgötvunar-borðið.
Bendi fólki á að lesa bækur sem heita Meltingarvegurinn og geðheilsan og Candida sveppasýking. Pensillin-notkun í stórum stíl eyðileggur þarmaflóruna sem á að sjá um næringarupptökuna, og þar með raskast bakteríu-jafnvægið í þörmunum, sem er svo mikilvægt að sé í jafnvægi til að halda heilsu.
Magnesíumskortur skapar marga sjúkdóma, t.d. hina svokölluðu "ólæknandi" vefjagigt, en ekki virðist sá sannleikur hafa ratað á uppgötvunar-vísindaborðið.
Fólk þarf almennt margfalda skammta á við ráðlagða skammta af magnesíum, en í upphafi þarf að byrja rólega og auka svo smátt og smátt skammtinn, því í byrjun fær fólk niðurgang vegna hreinsunar líkamans. Þetta er kannski of einfalt fyrir vísindin? Eða eitthvað annað?
Það segir sig sjálft að fólk heldur ekki andlegri heilsu, ef ekkert virkar sem er ráðlagt af vísinda-fræðunum. Óhefðbundnar lækningar eru ekki viðurkenndar af hinu opinbera, og fólk litið hornauga fyrir ímyndunarveiki þegar hefðbundinn læknir segir að ekkert sé hægt að gera annað en að taka verkjarlyf/þunglyndislyf og harka af sér skorts-sjúkdómana og ójafnvægið þótt það hafi enga orku í það.
Fólk verður að taka ábyrðina á heilsunni í sínar hendur með tilheyrandi lestri og ill-viðráðanlegum kostaði, sem fylgja óhefðbundnum lækningum, sem tryggingarstofnanir taka ekki þátt í, þrátt fyrir nauðsyn þess að sjúklingar haldi heilsu og nái að vera virkir í samfélaginu. Opinbera kerfið er ein hringavitleysa, sem í raun gagnast alls ekki sem skyldi.
Það verður að taka óhefðbundnar lækningar inn í opinbera kerfið samhliða hefðbundnum. Hvers vegna er það ekki gert á Íslandi eins og í öðrum löndum? Hverra hagsmuna er verið að gæta?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.9.2011 kl. 11:11
Anna - Hvaða óhefðbundnu lækningar eru teknar inn í opinbera kerfið erlendis? - Ég spyr því ég bý erlendis.
Hitt er annað mál, að allir þeir Íslendingar sem koma í heimsókn hingað, eru með einhverja ofsa vítamín - og steinefna maníu, hreint út sagt. Vítamín þar og steinefni hér og wc á réttum tíma - jafnvægi salt og sykur og ekki gleyma hráa grænmetinu og fram og til baka endalaust blaður um næringu. Þessu fólki líður mjög illa andlega og líkamlega og er ekki í betra ástandi líkamlega þegar það fer heim. Sólin og veðurfarið bætir aftur geðheilsuna.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.