Undarlegt veður

Eftir að umskiptin urðu í veðrinu þann sjöunda hafa allir dagar á Akureyri verið fyrir neðan meðallag í hita.

Fyrstu dagarnir voru það líka í Reykajvík en þeir tveir síðustu hafa verið vel yfir meðallagi. Þeir hafa líka verið sólríkir með svölum nóttum, en þó frostlausum, en furðu miklum síðdegishita, 15,5 stig í gær. 

Loftið yfir suðvesturlandi er mjög þurrt eins og veðurfræðingar vorir hafa tíundað í bloggum sínum og þetta mistur er einkennilegt til að sjá.

Mér finnst vera einhver hamfarablær á þessu öllu saman og ég veit um fleiri sem finnst það. En ég er reyndar mjög útsettur fyrir katastrófupælingar!

Tilveran er ein allsherjar katastrófa! 

Ætli Katla sé annars ekki að undirbúa sig á fullu!

Hvað um það þá hangir meðalhitinn enn yfir meðallagi á Akureyri og er vel yfir því í Reykjavík. Og nú er von á veðurbreytingu með skýjaðra veðri og úrkomu. Þá hækkar næturhitinn og eflaust meðalhitinn líka víðast hvar.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er með þessa katast-rófu?

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 15:34

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali setur alltaf upp katast-rófuna þegar honum líst ekki á bikuna- já, alveg í bóksatflegri merkingu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.9.2011 kl. 12:43

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hvað varstu að kattast, rófan mín?

Höskuldur Búi Jónsson, 14.9.2011 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband