Staðan í október

Þegar tveir þriðju eru liðnir af október er meðalhitinn lítið eitt yfir meðallagi í Reykjavík en vel yfir því á Akureyri. Á öllu landinu er hitafrávikið fremur í ætt við Akureyri en Reykjavík. Sem sagt vel hlýtt. Úrkoman er um það bil að komast upp í meðaltal alls mánaðarins í Reykjavík  en er komin langt upp fyrir það á Akureyri. Votur mánuður það sem af er.

Þann 13. var jafnað hámarkshitamet dagsins á landinu, 18,0 stig á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði en þess ber að gæta að ýmsir dagar hafa náð hærri hita um þetta leyti árs og síðar þó ekki hafi það fallið á þessa dagsetningu. Það sem af hefur lágmarkshiti á landinu aldrei nálgast dagshitamet.

Skaflinn í Esju hvarf þá aldrei.

Gott hjá honum!

Meðalhiti fyrstu níu mánuði ársins er 0,7 stigum lægra en í fyrra í Reykjavík en má þó heita í meðallagi síðustu tíu ára og auðvitað langt yfir því meðallagi sem við er miðað, 1961-1990, eða næstum því  1,2 stig og 0,6 stig yfir meðaltali hlýindatímabilsins 1931-1960.

Það er því ekki vegna harðinda sem skaflinn hvarf ekki!

Allir eru þessir veðurleyndardómar mánaðarins í hinu ábúðarfulla fylgiskjali.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Skaflinn í Esju hvarf undir snjó þetta árið.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.10.2011 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband