Ótrúlegt úrkomumet

Október hafði það af að verða yfir meðallagi 1961-1990 að hita bæði í Reykjavík og Akureyri og vera svona nokkurn veginn í hlýskeiðsmeðaltalinu 1931-1960. Þetta sést nánar í fylgiskjalinu. 

Öllu merkilegra er það að þessi október var æði votur og virðist hafa sett nokkur yfirgengileg úrkomumet. Þar ber fyrst að nefna Æðey í Ísafjarðardjúpi. Ég sé ekki betur en úrkoman þar sé  300 mm en meðaltalið er um 78 mm. Þetta er þá úrkomusamasti mánuður sem nokkru sinni hefur mælst á staðnum en mælingar hófust í nóvember 1953. Þetta er eiginlega ótrúlegt met! 

Önnur stöð með langa mælingasögu (frá 1948), sem virðast hafa sett nýtt allsherjar úrkomumet, er Hraun á Skaga. Grímsstaðir virðast svo hafa sett úrkomumet fyrir okótber. 

Það er ekki á veðurfarsöfgarnar logið! 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Við getum tekið "veðurgleði okkar á ný!

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband