Milt veðurfar!

Ekki er hægt að segja annað en að nú sé kuldakast á landinu. Í nótt fór frostið í -24,5 stig á Brú á Jökuldal en -27,8 við Upptyppinga. Í gær var einnig mjög kalt.

Ekki sé ég betur en dagshitamet í meðalhitakulda hafi verið slegið þann 5. og 6. á Akureyri. Dagshitamet á landinu í lágmarkshita var og slegið í nótt og einnig í fyrradag eins og sjá má í fylgiskjalinu. Hins ber þó að gæta að meiri kuldi, yfir -30 stig, hefur áður komið um þetta leyti þó ekki hafi hann einmitt fallið á þessa daga. Ekki hefur neins konar kuldametum verið ógnað í Reykjavík. 

Eigi að síður sést nú vel hve Ísland er í raun vetrarmilt land. Alla daga í þessu kuldakasti hefur hiti þó einhvers staðar farið yfir frostmarkið. Þar munar mestu um Surtsey. Hún er ný veðurstöð og því ekki hægt að bera hana saman við fyrri kuldaköst en jafnvel á Stórhöfða, sem lengi hefur athugað, hefur hámarkshiti aðeins verið um frostmark þegar hann hefur verið lægstur þessa daga.

Maður bíður svo spenntur eftir hlákunni og rauðu jólunum!   

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er sannarlega hlýtt og notalegt að búa úti í Surtsey SÞG!

Gaman þegar kolefnispostularnir reyna í örvæntingu að finna 'milt veðurfar' á Íslandi í þessu tíðarfari.

Bendi í þessu sambandi á Hungurdiskana hans Trausta: 'Aðeins ein desemberbyrjun síðustu 60 ára hefur verið kaldari í Reykjavík - það var 1961. Nú þegar er ljóst að hún dettur aftur úr - jafnvel strax á morgun (fimmtudag 8. desember).'

Jörðin er að kólna SÞG.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 01:08

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Talaðu  varlega! Það á eftir að hitna heldur betur undir rassgatinu á þér!

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2011 kl. 10:10

3 identicon

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2011 kl. 10:10: Föstudagur 09.12: Frost um allt land; laugardagur 10.12: Frost um allt land; sunnudagur 11.12: Frost um allt land; mánudagur 12.12: Frost um allt land; þriðjudagur 13.12: Frost um allt land; miðvikudagur 14.12: Frost um allt land... o.sv.frv. Ætli kviðsviðin þín frjósi nú ekki frekar?

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 17:04

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hilmar. Það eru greinilega jólin hjá þér núna. En hvar varstu í nóvember þegar var 10 stiga hiti dag eftir dag?

Emil Hannes Valgeirsson, 9.12.2011 kl. 17:23

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hilmar man væntanlega bara eftir kuldaköstunum, sérvalið í minnið á honum... á ensku kallast það Cherry Picking og "efasemdamenn" eru duglegir við það - Hilmar er engin undantekning á því.

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.12.2011 kl. 00:57

6 identicon

Emil Hannes Valgeirsson, 9.12.2011 kl. 17:23: Ég var að nota tímann til að græja mig upp fyrir harðindavetur EHV; kuldaskór, norpari og neyðarblys, félagi. Það er skynsamlegra og ólíkt vísindalegra en að vera týndur úti í Durban.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 01:01

7 identicon

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.12.2011 kl. 00:57: Það er ólíkt einfaldara að fylgjast með kuldaköstunum á Íslandi þetta árið en meintum hitaköstum heimsendadýrkenda, Svatli minn. Þið baðið ykkur bara í sólinni í Durban meðan harðindavetur geisar á Íslandi... á ensku kallast það Rotten Tomato Picking og 'ofsatrúarmennð eru duglegir við það.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband