Hlýtt og kalt

Hér er nú ágæt hláka og snjó hefur mikið tekið upp. Hlákan heldur áfram næstu daga en svo á víst að koma útsynningur með éljum.  En varla eigum við eftir að upplifa annað eins og í desember og janúar.

Aðra sögu er að segja af Evrópu eins og komið hefur fram í fréttum. Þar er nú mikið kuldakast sem nær um alla álfuna nema  Grikkland og allra syðst á Ítalíu. Hér er kort af hitanum og fleiru í álfunni snemma í morgun.  Ef smellt er á ''large map'' fyrir neðan kortið (og líka fyrir ofan) stækkar það mjög. Ef farið er með músarbendilinn á einhverja veðustöð sjást upplýsingar um hana nokkra klukkutíma aftur í tímann, t.d. lágmarkshitinn. Kortið getur verið smástund að opinberast í öllu sínu kuldalega veldi.

Hvernig stendur á kuldanum í Evrópu? Ekki get ég lagst djúpt í skýringar en þó sagt að mikill kuldapollur  í háloftunum er yfir Eystasaltslöndum. Hann má sjá hér á myndinni sem sýnir þykktina upp í 500 hPa flötinn en kvarðinn er tiltekinn neðst á myndinni, fjólublátt er kaldast en gult og brúnt er hlýjast, en það hlýjasta á kvarðanum nær ekki inn á kortið enda er hávetur. Því meiri þynnka því kaldara er loftið í sínu skítlega eðli en kuldinn hefur orðið fjölda manns að bana. Líka sést á kortinu loftþrýstingur við sjávarmál. Við jörð hefur feiknamikil hæð verið undanfarið yfir NA-Rússlandi, sést 1056 hPa á kortinu, en lægð er nú að flækjast yfir Ítalíu. Vegna þessara veðrakerfa streyma kaldir loftstraumar frá Rússlandi yfir Evrópu allt til Spánar og lægðin við Ítalíu veldur snjókomu þar og í grennd.

Og fyrir alla muni: Þetta kuldakast hefur ekkert með gróðurhúsaáhrifin að gera, hvorki til né frá! 

Fylgiskjalið fyrir Ísland er svo á sínum stað. 

tykk0204201212_1133484.gif

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband