16.2.2012 | 14:13
Er Golfstraumurinn að leggjast frá ströndum Evrópu
Nú er þeim hlýindum er einkennt hafa þennan febrúarmánuð að ljúka. Meðalhitinn eftir gærdaginn er 3,7 stig yfir meðallagi í Reykjavík en 6,5 stig á Akureyri. Þar og á Egilsstöðum, að ekki sé talað um Hornafjörð þar sem meðalhitinn er um fimm stig, er meðalhitin hærri í beinum tölum en hér í lastabælinu Reykjavík. Hiti hefur einhvers staðar komist í tíu stig eða meira alla dagana nema fjóra og meðaltal hámarkshita á landinu er 11,5 glæsistig.
Úrkoman er þegar komin yfir meðaltal alls mánaðarins í Reykjavík og á nokkrum öðrum stöðvum á suður og vesturlandi. Í morgun var í höfuðborginni talin alhvít jörð í fyrsta sinn í mánuðinum en snjódýyptin var aðeins 1 cm. Bráðum fer sólin að skipta máli með að bræða svo lítinn snjó.
Það er sem sagt að koma kuldakast. Og það má auðvitað spyrja hvort Golfstraumurinn sé virkilega að leggjast frá ströndum Evrópu!
En mesta furða er nú hvað sú umræða er orðinn gömul og þreytt.
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 27.2.2012 kl. 00:47 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Greinin sem á er vísað er í Vísi 21. september 1920.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.2.2012 kl. 14:25
Jaaa...
Miðað við ýmislegt sem ég hef lesið um að Labradorstraumurinn sé að veikjast... Hver veit...?
Sævar Óli Helgason, 16.2.2012 kl. 20:19
Er ekki tilhneigingin sú að ef eitthvað breytist í veðrinu eða öðru þá finnst mörgum að sú breyting sé komin til að vera? Ef til dæmis kemur einn vorlegur dagur um hávetur þá finnst sumum vorið vera komið. Annars er fróðleg að sjá þessa gömlu frétt.
Emil Hannes Valgeirsson, 16.2.2012 kl. 20:45
Loftslagsalarmistarnir vöruðu við því fyrir nokkrum árum að minna salt í sjónum sökum bráðins Grænlandsjökuls, myndi stöðva golfstrauminn og þar með yrðu fimbulkuldar í norðanverðri Evrópu. Þetta var síðar dregið að mestu til baka, því þetta var lítt rökstudd ágiskun.
En svo sá ég viðtal í sjónvarpinu um daginn við einhvern fræðinginn í A-Evrópu í tilefni kuldanna, þar sem hann vildi kenna "global warming" um ástandið og dró upp úr hatti sínum þennan hysteríukennda spádóm.
Þessi mýta virðist því ætla að lifa góðu lífi, enn um sinn a.m.k.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.2.2012 kl. 11:43
Gunnar, þú getur greinilega ekki stjórnað uppnefningum þínum...jæja hvað um það. En til að svala "forvitni" þinni varðandi þessa fullyrðingu þína um Golfstrauminn, þá langar mig að benda á eftirfarandi myndband sem tekur skemmtilega á þessari mýtu þinni, Fregnir af yfirvofandi ísöld hraktar
Gunnar þér (eins og öðrum skoðanabræðrum þínum á Íslandi) hefur ekki fundist tilefni til að verja skoðanabræður þína og tengsl þeirra við Heartland Institute sem eru m.a. frægir fyrir að afneita vísindum varðandi tengsl tóbaks og krabbameins (vanir menn í bransanum)... Reyndar er þögn "efasemdamanna" á Íslandi varðandi það mál fróðleg staðreynd... sjá Afneitunargeitin [Denial-gate]
Sveinn Atli Gunnarsson, 17.2.2012 kl. 14:30
. (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 09:00
@Athugasemd, kl. 09:00:
Sniðugt að vísa í afneitunarsíðuna WUWT varðandi afneitun á hlýnun jarðar (sem meðal annars hafa þegið einhverja skiptimynt frá Heartland, sjá Afneitunargeitin [Denial-gate]...). Hvað kallar þú þig annars núna (gustur, bóndi, presturinn, the pope?) ég sé það ekki við athugasemdina einhverra hluta vegna..?
Sveinn Atli Gunnarsson, 19.2.2012 kl. 00:01
Er nokkuð verið að krukka í hitatölum hér á Excelskjalinu eða var virkilega 9 stiga hiti í Reykjavík klukkan 3 í nótt?
Emil Hannes Valgeirsson, 26.2.2012 kl. 21:48
Ásláttarvilla, átti að vera 7 stig. En mánuðurinn er floginn langt inn á topp tíu listann í hlýindum og mun líklega halda því til loka. Meira um það á morgun.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.2.2012 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.