Fáein hitamet

Nokkur met fyrir hámarkshita veðurstöðva í mars féllu í dag á stöðvum sem sæmilega lengi hafa athugað. Hér er einungis átt við mannaðar stöðvar. 

Innan sviga er fyrsta ártal athugana og er þar miðað við mars.

Merkast er kannski metið í Æðey 10,5° (1954) vegna þess hve lengi hefur þar verið athugað þó ekki sé það að vísu afskaplega lengi miðað við lengstu samfellur mælinga.

Bláfeldur á Snæfellsnesi sunnanverðu 11,0 (1998).

Hólar í Dýrafirði 13,8 (1994).

Bolungarvík 12,7 (1949-1953, 1995).

Bergsstaðir í Skagafirði 14,0 (1999).

Torfur í Eyjafirði 15,1 (1998). Á Akureyri fór hitinn í 13,6 stig sem  er 0,4 stigum lægra en dagshitametið frá 2003.

Mestur hiti mældist á sjálfvirku stöðinni á Siglunesi og er það dagshitamet fyrir landið en gamla metið var 15,0 á mönnuðu stöðinni á Dalatanga 1953.

Ekki er þetta nú samt neinn sérstakur árangur.

Æðey og Bergsstaðir ná ekki einu sinni ólympíulágmarkinu sem er 11 stig fyrir fyrrnefnda staðinn en 15 stig fyrir þann síðarnefnda!! En ætli við segjum ekki að Torfur hafi marið lágmarkið!

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband