Hitamet byrjuð að falla

Hlýindahasarinn er þegar byrjaður þó þetta sé vonandi bara bláupphafið. 

Í dag mældist hitinn 15,0 stig á sjálfvirku stöðinni á Seyðisfirði, sem er reyndar í um 100 m hæð. 

Það mun vera dagshitamet á landinu. Gamla metið var 14,9 stig frá árinu 1964 í Fagradal í Vopnafirði. Það var kvikasilfursmæling en í dag mældust 13,6 stig á kvikasilfrinu á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði. Þetta er nokkuð frá allsherjar marsmeti á þessum stöðvum. Á Seyðisfirði er það met þó ekki nema 15,4 stig, frá þeim 28. árið 2000.

Á Akureyri fór hitinn í dag í 12,0 stig og er það jöfnun á dagshitameti hámarkshita frá 1959. Miklar líkur eru á því að dagshitamet sólarhringsmeðalhita falli þar líka. 

Þess ber að geta að dagshitametalistinn minn, sem er að mestu leyti tekinn saman af mér, auðvitað eftir gögnum frá Veðurstofunni, getur stundum verið ekki alveg réttur en mikið vesen er að týna metin saman og villur geta auðveldlega slæðst inn. Hann er samt í sífelldri leiðréttingu og borinn saman við aðra sams konar lista sem hafa birst á netinu en ekki er endilega til einn réttur listi. Ég reyni t.d. að sía út hin svokölluðu tvöföldu hámörk, (frá deginum áður) en það getur stundum verið brösugur og óviss bissness. En fáir hafa líklega miklar áhyggjur af þessu!     

Gaman verður svo að fylgjast með hitanum næstu daga.

Allt nema skýr 20 stig verða vonbrigði!  

Viðbót: Dagshitamet að meðalhita var sett á Akureyri og líka - nokkuð óvænt- í Reykjavík. Frostmarkshæð yfir Keflavík er í um 2300 metra hæð nú á miðnætti.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband