Met eđa ekki met - ţađ er hin regindjúpa spurning!

Ţetta var nokkuđ ćsilegur dagur á austurlandi. Hitinn á sjálfvirku veđurstöđinni á  Teigarhorni fór í 18,2 stig. Ţar hefur mćlst mest á mönnuđu stöđinni ( sem er ný hćtt) í mars 16,0 stig ţ. 7. áriđ 1968 og mikiđ man ég vel eftir ţeim degi.

Ţetta hlýtur ađ teljast marsmet á stöđinni sem hefur stritađ baki brotnu viđ ađ mćla hitann frá 1873.   

Á sjálfvirkri stöđ Veđurstofunnar á Kvískerjum fór hitinn í 18,6 stig. 

Ţađ er samt EKKI met á sjálfvirkum stöđvum Veđurstofunnar. Á Eskifirđi mćldust 18,8 stig ţ. 28. áriđ 2000 og reyndar 17,0 stig daginn áđur.

Í dag mćldust hins vegar 19,6 stig á sjálfvirku stöđ vegagerđarinnar viđ Kvísker. 

Ţađ er hćsta tala sem nokkur veđurstöđ hefur mćlt í marsmánuđi á Íslandi. 

En er ţetta ţá íslandsmet fyrir mars?

Ţađ hefđi veriđ meira gaman ef ţetta hefđi mćlst á sjálfvirkri  stöđ Veđurtofunnar, ađ ekki sé nú talađ um kvikasilfursmćli. Einhvern veginn á ég erfitt međ ađ samţykkja ţetta sem gilt Íslandsmet. Metiđ frá Eskifirđi standi í rauninni enn. Ekki ćtla ég ţó ađ fara í hart út af ţví!

Ég bíđ eftir kvikasilfursmeti sem er hćrra en Sandsmćlingin frá 1948, 18,3 stig, eđa sjálfvirkri mćlingu á einhverri stöđ Veđurstofunnar sem er hćrra en 18,8. 

Á Höfn í Hornafirđi mćldust í dag 16,0 stig á kvikasilfriđ, sem er marsmet í slitróttri og  fremur stuttri mćlingasögu, en 17,6 stig mćldust á sjálfvirka mćlinum. Ansi mikill munur!   
 
Á Kirkjubćjarklaustri var hitamet marsmánađar alveg efalaust slegiđ, 14,0 stig (mćlt frá 1932).  Á sjálfvirku stöđinni á Fagurhólsmýri fór hitinn í 14,9 stig en metiđ á ţeirri mönnuđu er 15,0 frá 2006. Ekki met ţar!

Á Kollaleiru, Neskaupstađ og Seyđisfirđi halda metinn sem komu fyrir fáum dögum.

Á Akureyri var sett dagshitamet, 15,2 stig og ćtli ţađ sé ekki nćstmesti hiti sem ţar hefur mćlst í mars. Dagshitamet fyrir sólarhringsmeđalhita alls marsmánađar (frá 1949) er ekki ólíklegur. Núverandi met er 11,2 stig frá ţeim 28. áriđ 2000.

Mýri í Bárđardal bćtti svo marsmetiđ sitt í dag upp í 12,6 stig (frá bara 1970).

En eins og ég sagđi ţegar hitahasarinn byrjađi:

Allt undir 20 stigum verđa vonbrigđi!  

 


mbl.is Hitametiđ í mars falliđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt
Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţađ bíđa allir miđnćttis (á fimmtudagskvöld) en ţá verđur loksins (ađ mig minnir) hringt í sjálfvirka stöđ Veđurstofunnar í Kvískerjum en hún er međal ţeirra stöđva sem ekki er hringt er í á klukkustundar fresti.

Trausti Jónsson, 29.3.2012 kl. 22:05

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţar kom ţađ, 20,5 stig.

Trausti Jónsson, 30.3.2012 kl. 00:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband