26.5.2012 | 20:27
Sólarsnauðir maímánuðir
Gagnstætt mjög sólríkum maímánuðum, sem oftast eru kaldir og þurrir og því veðurfarslega óhagstæðir, eru sólarlitlir maímánuðir yfirleitt ekki taldir óhagstæðir. Minnsta sól í maí í Reykjavík, sem hefur lengsta mælingasögu á landinu á sólskini, 101 ár, var aðeins 102 klukkustundir árið 1951. Á landinu í heild var mánuðurinn þó talinn hagstæður og lengst af voru stillur og hlýindi. Engar sólskinsmælingar voru þennan mánuð á Akureyri.
Maí 1991 var merkilegur mánuður. Hann var einstaklega hlýr fyrir norðan og vel sólríkur og hitinn komst í 25 stig á Egilsstöðum og hefur aðeins einu sinni mælst meiri hiti á landinu í maí og var það reyndar árið eftir. Hins vegar var óvenju úrkomusamt á landinu og einstaklega þungbúið á suðvesturlandi. Í Reykjavík er þetta næst sólarminnsti maí og sólin skein aðeins einn dag í meira en 10 stundir. Á Sámsstöðum í Fljótshlíð hefur ekki mælst minna sólskin í maí, 112 stundir (frá 1963). Á Reykjum, skammt frá Hveragerði, voru sólarstundirnar aðeins 97.
Árin 1919 og 1920 komu tveir afar sólarlitlir maímánuðir í röð á Reykjavíkursvæðinu en sólskinsmælingar voru á Vífilsstöðum fyrra árið. Það ár var fimmti sólarminnsti maí með 122 stundir. Þá var úrkomusamt syðra en hlýtt um land allt. Árið 1920 var þriðji sólarminnsti maí í höfuðborginni með 119 klukkustundir. Hann er kaldasti maí sem hér er gerður að umtalsefni og var verulega kaldur og óhagstæður alls staðar. Gróður fór ekki að taka við sér í reykvískum görðum fyrr en í mánaðarlok.
Fjórði sólarminnsti maí var svo árið 1970 í Reykjavík með 119,3 stundir. Mjög úrkomusamt var á suður og vesturland en ekki kalt.
Tveir af allra hlýjustu maímánuðum á landinu komast á lista yfir tíu sólarminnstu maí í Reykjavík. Maí á undraárinu 1939 er sá sjötti sólarminnsti, 122,4 klst, en hann er næst hlýjasti maí á landinu. Maí 1947 er hins vegar áttundi sólarminnsti maí í höfuðborginni með 125 sólskinsstundir en er sá ellefti hlýjasti á landinu. Þessi hlýi maí var svo sá fjórði sólarminnsti á Akureyri, 106 klst. Samanlagður sólskinstundafjöldi Akureyrar og Reykjavíkur hefur aldrei verið minni þau árin sem báðar stöðvarnar hafa mælt. Maí 1957 stal hins vegar þriðja sætinu í sólarleysi á Akureyri, 103 stundir.
Hernámsmánuðurinn 1940 laumar sér í tíunda sæti sem sólarminnsti maí í Reykjavík með 131 sólarstund. Hann telst þó vera hlýr og fremur hagstæður á landinu og ekki fór hann nú víst framhjá neinum. Hertók alveg hugi manna!
Síðasti maí áður en landið varð lýðveldi, 1944, hreppir svo sjöunda sætið yfir sólarminnstu maí í Reykjavík með 124 stundir. Hann var að veðri nokkuð blendinn en samt talinn alveg þokkalegur í heild.
Sá mánuður á botn tíu listanum í sólarleysi í Reykjavík sem næstur okkur er í tíma er 2001 en hann er í níunda sæti með 130,6 stundir.
Á Akureyri þar sem sól hefur verið mæld í um 85 ár, er apríl 1983 sá sólarminnsti, aðeins 80 klukkustundir. Á Hallormsstað (1953-1989) og Melrakkasléttu (1958-1999) er þetta einnig sólarminnsti maí sem þar hefur mælst, 102 á fyrrnefnda staðnum en svo fáar sem 70 á þeim seinni. Það er minnsta sólskin sem mælt hefur verið á íslenskri veðurstöð í maí. Veðurguðirnir voru ekki í neinu sólskinsskapi þetta ár því sumarið átti svo eftir að verða eitt það allra versta sunnanlands fyrir kulda og sólarleysi.
Næsta ár, 1984, mældist sólarminnsti maí á Hveravöllum (1966-2004) og Reykhólum (1958-1987) og í hönd fór annálað rigningarsumar sunnanlands, sem telja má síðasta raunverulega rigningarsumarið syðra, en það var nokkru hlýrra en sólarleysis og rigningarssumarið næsta á undan.
Á Akureyri er maí 1966 næst sólarminnstur, 98 stundir, en þá var fremur kalt og úrkomusamt á landinu en þetta var snemma á hafísárunum. Aðeins þessir tveir maímánuðir hafa mælt minna en hundrað sólarstundir í höfuðstað norðurlands.
Hólar í Hornafirði fara oft sínar eigin leiðir í sólskinsmálunum og þóknaðist að láta síðasta maí, 2011, verma sitt botnsæti með 117 klukkustundum.
Eitt er svo víst. Sá maí sem nú er að líða kemst ekki inn á lista yfir sólarminnstu maímánuði í Reykjavík því hann hefur verið í miklu í sólskinsskapi.
Meginflokkur: Veðurfar | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 19.4.2013 kl. 17:43 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Fróðleg samantekt. Takk fyrir. Einhver von á spá fyrir júní út frá þessu? Ég meina bara svona yfir höfuð og án nokkurra skuldbindinga? Þætti nefnilega mjög vænt um að Júní yrði svona barasta nokkuð ágætur.
(Afsakaðu stafsetninguna, en mér finnst að allir helstu, árlegu og reglubundnu viðburðir ársins, eins og til að mynda mánuðir, sem eru jú einungis tólf, ættu að vera skrifaðir með stórum stöfum.)
Halldór Egill Guðnason, 27.5.2012 kl. 03:21
Ekki get ég sagt fyrir um júní.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.5.2012 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.