Merkileg sólar og þurrkatíð

Júní byrjar með sama bjartvirði, þurrkum og hlýindum og einkenndu síðustu dagana í maí.

Í gær komst hitinn í 22,8 stig á Hellu og í Árnesi. Víða fór hitinn yfir tuttugu stig á suðurlandsundurlendi og í Borgarfirði. Í gærkvöldi fór hitinn svo 16,6 stig í Reykjavík. En varla er nú hægt að tala um þá smámuni í sömu andrá og vel fyir 20 stiga hita.

Frá og með 25. maí hefur hitinn einhvers staðar á landinu náð tuttugu stigum nema síðasta daginn í maí.

Síðustu þrjátíu daga hefur sólin í höfuðborginni skinið í 306 stundir og er það með því mesta sem gerist á 30 dögum. 

Frá og með 28. mai hefur eiginlega ekki komið dropi úr lofti á öllu landinu og oft verið heiðskírt eða svo gott sem um allt landið. Hlýindi hafa fylgt þessu veðurlagi en ekki einhver heljarkuldi enda er  það ekki Grænlandshæðin gamla, staðnaða og kuldalega sem veldur heldur fersk, vingjarnleg og hlý  fyrirstöðuhæð með nútímalegar hugmyndir um veðurfar á breyttum og hlýnandi tímum.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband