Mesti hiti sumarsins í Reykjavík

Í dag mældist hámarkshitinn 18,4 stig í Reykjavík þegar lesið var af mælinum kl. 18 og hugsanlega á hann enn eftir að stíga í kvöld. Þetta er mesti hiti í Reykjavík það sem af er sumars. 

Hlýjast á landinu varð á Þingvöllum 21,6 stig og 20,9 í Árnesi í Hreppunum.

Á Korpu við Reykjavík mældist hitinn 20,5 stig, í Geldinganesi varð hann 19,5 stig, 19,4 á Hólmsheiði og 18,8 á Reykjavíkurflugvelli. Á Miðbakka vð hafnarhúsið í Reykjavíkurhöfn var 17,1 stigs hiti mestur miðað við mælingar á tíu mínútna fresti, hvað sem er nú að marka þá stöð Hafnarmálastjórnar en ekki er þetta ósannfærandi. Í Bláfjöllum var fimmtán stiga hiti en tólf uppi á Skálafelli.

Ef ég ætti svo að leggja út frá þessu fremur en að þegja þumbaralega segi ég bara að þetta verði líklega síðasti góðviðrisdagurinn í borginni þetta sumarið!

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þú ert ávallt svo uppbyggilegur. Þetta verður léiðindasumar sunnanlands.

Einhver að fjárfesta í ísbúð?

Halldór Egill Guðnason, 6.6.2012 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband