Undarlegar mælingar

Nokkrar undarlegar mæliniðurstöður hafa sést á vef Veðurstofunnar í dag.

Í fyrsta lagi var sólarhringsúrkoman í morgun gefin upp sem 39 mm á Brjánslæk. Ekki trúi ég því.

Í öðru lagi var skráður hámarkshiti á Akureyri frá kl. 18 í gær til kl. 9 í morgun sagður 22,0 stig. Erfitt er að koma því heim og saman við mælingar á mönnuðu stöðinni á athugunartímum og þá ekki síður samfelldar mælingar á sjálfvirku stöðinni. Síðdegis í dag fór hitinn á Akureyri hins vegar í slétt tuttugu stig. 

Í þriðja lagi var hámarkshitinn í Æðey núna kl 18 tilfærður sem 24,0 stig. Það væri met á stöðinni í hvaða mánuði sem væri. Á Ísafirði var reyndar 18 stiga hiti mest í dag en annars staðar minna í Djúpinu. Ég er vantrúaður á þessa tölu í Æðey þó ekki þori ég að hengja mig upp á að hún sé ekki rétt. Hæsti hiti sem þar hefur nokkru sinni mælst er reyndar hlægilega lágur. Þetta er enginn hitastaður.

En það er aldrei að vita! 

Nú er víst allt hvort eð er vitlaust í veðurmálunum í heiminum, hitabylgja í Ameríku, rigningar í Bretlandi og Rússlandi og helvítis kuldar bara á norðurpólnum!

Á þessu er náttúrlega bara ein skýring, enda hefur veðrátta heimsins aldrei áður hlaupið út undan sér: 

GRÓÐURHÚSAÁHRIFIN ÓGURLEGU!

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Sigurður,

Hér á norð-vestur horni Washington fylkis höfum við lítið orðið vör við þessa margumtöluðu hitabylgju.  Hér er hitinn núna klukkan 16:15 rétt um 67°F en á sama tíma er hitinn í Reykjavík 55°F og 61°F á Akureyri og þar er klukkan núna 23:15.  Reyndar hefur hitinn hér og í Reykjavík nánast verið sá sami síðan í byrjun Júní og kann ég því bara ágætlega;)

Kveðja frá Port Angeles, WA

Arnór Baldvinsson, 7.7.2012 kl. 23:16

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Á Tatoosh Island í mynni Juan de Fuca sunds er meðalhiti júlí reyndar ekki mikið hærri en í Reykjavík og líklega hvergi lægri á láglendi í Bandarikjunum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.7.2012 kl. 01:41

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er sem sagt eins konar Kambanes Bandríkjanna!

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.7.2012 kl. 02:01

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gleymdi nátturlega að Alaska er hluti Bandaríkjanna!

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.7.2012 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband