14.7.2012 | 01:35
Öfgar í veðurfari
Svalasti júlídagur í sögu mælinga á Englandi.
Kaldasta júlíbyrjun í París í 80 ár.
Gífurlegar rigningar í Mið-Evrópu og stórflóð í Dóná.
Fjörtíu stiga hiti á Spáni og allt að skrælna.
Ofsahitar í Kansas, allt upp í 45 stig.
Hundruðir farast vegna flóða í Dhamaputra á Indlandi.
Já, það er ekki á veðurfarsöfgarnar logið.
- Þetta var í júlí 1954.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 25.7.2012 kl. 09:28 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Alltaf miklar öfgar á þessu dómsdags- og heimsendabloggi. Ertu öfgamaður, Siggi? Eða lætur þú fréttasnápa, sem eru að uppgötva veðurfar og undur veraldar, fara illa í veðurskap þitt?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.7.2012 kl. 03:04
Það er magnað hvað fólk er fljótt að gleima veðri, hvort heldur um slæmt eða gott er að ræða.
Síðastliðinn vetur snjóaði svolítið hér á suðvesturhorninu. Fréttamiðlar og almenningur talaði um þessa snjóföl sem einhverjar náttúruhamfarir og menn dregnir fram í fjölmiðlum sem tóku undir þetta.
Samt þurfti ekki að hugsa nema svona fjögur fimm ár aftur í tímann til að fá sambærilega snjóföl og einungis um áratug til að muna enn meiri snjó. Það reyndist þó flestum ofraun að hugsa svo langt aftur í tímann og þessi litla snjóföl sem hér féll síðasta vetur var í fréttum sem einhverjar hörmungar!!
Þeir sem hafa svo enn betra minni og geta hugsað svona tvo áratugi aftur í tímann, muna svo eftir "alvörusnjó" þó vissulega hann jafnist ekkert á við það sem hér var algengt á fyrri árum.
Minni landans er stutt. Því er gott hjá þér Sigurður að benda á að þær "öfgar" sem nú er talað um í veðri, eigi sér fordæmi.
Gunnar Heiðarsson, 14.7.2012 kl. 04:49
Góðan dag Sgurður Þór.
Þetta eru voðalegar fréttir sem þú færir okkur af veðurfarinu. Greinilegt að eitthvað mikið er að og að heimsendir hefur verið farinn að gerast nærgöngull. Hvernig skyldi þetta enda? Svona hrikalegar öfgar í veðurfari... Hvernig stendur á þessu og hverju er um að kenna? Um miðja öldina segir þú, jahérnahér, nú dámar mér.
Ágúst H Bjarnason, 14.7.2012 kl. 08:07
Hvernig er Jahve gamli í skapinu núna Vilhjálmur? Hefur hann tekið nokkuð æðiskast nýlega?
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.7.2012 kl. 15:38
Jahve baðar sig í sól og velgengni og hefur ekkert með þessa reiðistorma hinna Guðanna að gera. Aðallega er Jahve þó glaður yfir því hve börn hans eru vel gefnir og skemmtilegt fólk.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.7.2012 kl. 18:36
Alarmistarnir héldu að þeir hefðu nýlega uppgötvað öfgar í veðurfari og skrifuðu það umsvifalaust á "Global Warming".
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.7.2012 kl. 13:03
"Glópa hlýnun"?
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.7.2012 kl. 13:04
Já, tek fram að skilja ber þessa bloggfærslu sem skemmtiefni en ekki alvöru innlegg um veðurfarsbreytingar!
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.7.2012 kl. 17:48
Allt fer í hringi. Hvorki Jahve né veðrið þar undanskilið. Meira að segja húmor fer í hringi. Þaka gott blogg, hér eftir sem himgað til.
Halldór Egill Guðnason, 16.7.2012 kl. 22:59
Siggi "skondni" :) Annars finnst mér merkilegast að sjá þessar athugasemdir sem þú færð við þessa færslu þína, ekki virðist nú vera mikil hugsun á bak við margt af því, frekar en kannski þessari "skemmtun" þinni ;)
Svona til að gamans, þá má minna á það, að það eru slegin bæði kulda-, hita- og önnur veðurfarsmet um allan heim á ári hverju, ekkert nýtt í því í sjálfu sér (og það hefur auðvitað gerst árið 1954 eins og svo mörg önnur ár, bæði fyrr og síðar) - þó svo hitametin séu nú farin að vera meira áberandi en kuldametin upp á síðkastið - enda fer heimurinn hlýnandi, eins og síðuhöfundi ætti að vera ljóst, en gerir þó lítið úr við hvert tækifæri sem gefst - t.d. með svona "skemmtiefni"...
Sveinn Atli Gunnarsson, 19.7.2012 kl. 23:09
Undanfarið hafa fjölmiðlar gert mikið úr öfgakenndu veðurfari og látið eins og það sé birtingarmynd gróðurhúsaáhrifana, sem getur svo sem verið, þó ekki sé hlaupið að því að sýna fram á það, hvað þá láta sem það sé bara óyggjandi. Þessi bloggfærsla er sett inn sem eins konar háð yfir þvi hvað þessi viðbrögð fjölmiðla eru fljótfærnislegt með því að benda á að annað eins hafi gerst. Ég hafði fjölmiðla í huga en ekki eitthvað annað. Held að flestir skilji það. Ég var ekki að gera lítið úr hlýnun jarðar heldur fremur fjölmiðlun. Satt að segja eru það fréttir fjölmiðla sem stundum fara í mig en ekki það að veðurfar sé að hlýna. Þetta var síður en svo sett inn í hugsunarleysi þó Svatli gefi það í skyn. Bloggfærslur mínar um veður er ekki skrifaðar í hugsunarleysi, jafnvel ekki heldur þegar þær eru settar fram mestan part til gamans. En auðvitað var þetta líka sett inn til að kanna viðbrögðin því viðbrögð við skrifum sem ýja að veðurfarsbreytingum eru alveg kapituli út af fyrir sig! Viðbrögðin voru öll öll á ljúfu nótunum - nema eitt. Það var súrt og önugt og reynir að gera lítið úr síðuhöfundi, bæði með orðalagi, Siggi "skondni", "skemmtiefni" (innan gæsalappa) og skoðunum, ýjað að því að honum sé ekki ljóst að heimurinn fari hlýnandi, sem í augum Svatla er það sama og vera auli. Með leyfi: hvað er svona ''skondið" við mig? Vel á minnst: Ert þú skondinn Svatli, eða hlægilegur eða vitlaus eða eitthvað sem inniheldur að ekki þurfi almennilega að taka mark á þér eða nálgast þig með lágmarks kurteisi eins og flest sæmilegt fólk gerir í samskiptum við aðra? Siggi "skondni"! Þetta er hreint uppnefni.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.7.2012 kl. 12:11
Mín skoðun er sú að þessi færsla sé ekki skemmtileg - það er mín skoðun sem ég á rétt á að setja fram.
Það virðist mega gera óspart grín af umræðunni (síendurtekið) um þessi mál og þeim sem vilja láta þess mál til sín taka og ef minnst er á hugsanlegt samhengi öfga og hlýnandi loftslags (eða já, bara hlýnandi loftslags) þá virðist það vera opið leyfi á "skemmtun" og persónulgar skoðanir "efasemdamanna". En þið haldið saman í "góðlátlegu" gríni ykkar - ekki má minnast á hugsunarleysi í athugasemdum án þess að vera ásakaður um að vera hlægilegur eða vitlaus og jafnvel ókurteys...segir margt um hugsunargang/leysi þess sem það skrifar. Það er t.d. ókurteysi að vera með endalaus skot á ákveðið málefni og gera alltaf "grín" af því eða þeim sem vilja ræða það...
Ég held að það sé eitt af því sem mun gerast í hlýnandi heimi að það geti orðið öfgar í veðri (það hafa verið skrifaðar margar vísindagreinar um það efni), en það verður sjálfsagt eitthvað í að það verði hægt að færa endanlegar sönnur á það í sjálfu sér. En það er þó eitthvað sem að við munum væntanlega upplifa löngu áður (og erum sjálfsagt byrjuð á) en við getum fært beinar sönnur á það með tölfræði eða öðrum vísindalegum aðferðum.
En ekki skulu menn voga sér að minnast á þessa þætti (fjölmiðlar eða aðrir) öðruvísi en að þurfa að líða undir háði á bloggi og öðrum opinberum vettvangi - jammogjæja þið um það - en mér þarf ekki að finnast það skemmtiefni og tek ég mér því það bessaleyfi að setja þá skemmtun innan gæsalappa með allri þeirri "áhættu" sem því fylgir, t.d. með því að móðga pistlahöfund.
PS. Ég tel reyndar að þú ættir að lesa athugasemdir frá mér með aðeins meiri ró í hjarta - enda er ég rólyndismaður og skrif mín eru ekki hugsuð sem persónuleg móðgun við þig, þó þú veljir að túlka það svo Sigurður.
Sveinn Atli Gunnarsson, 20.7.2012 kl. 12:16
Svatli er gjörsneiddur öllu skopskyni, Sigurður, og notar því leiðindi til að vekja athygli á sér. Þetta óyndi er ekki svaravert.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.7.2012 kl. 13:33
Silaboðin frá þér þessu síðustu eru á þessa leið: Sigurður er ósköp móðgunargjarn og skortir ró í hjarta. (Slíkir karaakterar eru nú ekki sérlega aðlaðandi). Ég hef forðast persónulegar illdeilur á netinu. Og ég ætla ekki að fara í það eftir að þessari athugasemd sleppir. En ég segi bara við þig hreint út að lokum: Ég hef séð það síðendurtekið að þú gerir of oft lítið úr persónum þeirra sem þú ert ósammála á netinu, reynir að gera þær hlægilegar, skondnar, lítilmótlegar og svo framvegis. Þetta Það hefur ekki bara beinst að mér (reyndar minnst því ég er ekki oft með færslur um veðurfarsbreytingar, gagnstætt því sem þú segir). Mér finnst erfitt að díla við slíka menn og enginn nema þú lætur svona á minni síðu. Mér finnst það óþægilegt og bið þig vinsamlegast um að láta mig í friði. Ég læt þig þá í friði. Farðu í friði!
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.7.2012 kl. 13:40
Þessar svívirðingar um persónu mína eru ekki svaraverðar Sigurður. En hérna má væntanlega bara vera sammála þér eða viðhlæjandi til að mega segja álit sitt hér. Að tala um alarmista eða öfgafullar skoðanir virðist þó sleppa í gegn hér athugasemdalaust... En það er vandlifað hér í heimi... En þú getur kannski komið með dæmi um að ég geri lítið úr persónum á netinu, eða er bara nóg að þú haldir því fram til að það verði einhverskonar sannleikur? En jæja, lifðu í friði - ekki ætla ég mér að rugga þessum báti meira en góðu hófi gegnir...þó ég lofi ekki að segja ekki skoðun mína á líðandi málefni, hér sem annars staðar.
Sveinn Atli Gunnarsson, 20.7.2012 kl. 13:59
Það er ekki sama að vera ósammála og að gera lítið úr fólki, t.d. með uppnefnum. Dæmi sem þú biður um blasir hér við en þú virðist ekki gera þér grein fyrir því. Svo máttu alveg svara því að lokum, hvað sé svona skondið við mig að það réttlæti skýringarlaust uppnefni og dragðu nú ekki af! Ég sagði reyndar ekki að þú værir skondinn, hlægilegur eða vitlaus (þú ert það ekki) heldur spurði ég hvort þú værir það - smá leikbragð í í sama stíl og þetta uppnefni á mér. Bara til þess að þú myndir kannski skilja það en ég held að þú skiljir það ekki. Svatli minn sveppur! Svívirðingar mínar eru ekki verri en svívirðingar þínar. Og ættum við þá að vera sæmilega kvitt. Mennirnir eru ólíkir og eins viðhorf þeirra og það ærir óstöðuga (mig!) og líka stöðuga (þig) að vera að eltast við það út um allt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.7.2012 kl. 14:28
Það er reyndar verulegur og mikilvægur munur á því að segja að einvher bloggfærsla eða jafnvel skopanir einvhvers á heilum málaflokki séu skondnar eða því að vaða beint í manninn og segja: Siggi skondni! Æ, þið vitið þessi skrýtni, skondni Siggi!
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.7.2012 kl. 14:40
Siggi "skondni" er nú einfaldlega góðlátlegt grín...en það er kannski bannað. Það er meira að segja broskarl á eftir...þannig að ég lít ekki svo á að við séum kvittir - ekki að það skipti mig nokkru máli...
Sveinn Atli Gunnarsson, 20.7.2012 kl. 14:51
Enginn broskall sjáanlegur! En öll þessi færsla átti reyndar bara að vera góðlátlegt grín eða stríðni. Mér fannst þó sumir taka hana full alvarlega og hnykkti þá á því að þetta væri ekki alvarlegt innlegg um veðurfarsbreytingar. Þetta hélt ég að væri sæmilega skiljanlegt En einmitt þeirri athugasemd var náttúrlega snúið gegn mér í stað þess að taka henni eins og það var sagt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.7.2012 kl. 17:02
Skoðaðu betur, svona líta broskarlar líka út:
:)
Sem er í takt við broskarlinn minn í fyrstu athugasemd minni - best að bæta einum við til viðbótar ;)
En þessi er þó örlítið frábrugðin þeim fyrsta :)
Sveinn Atli Gunnarsson, 20.7.2012 kl. 17:30
Ég held Sigurður að þú ættir að hætta að túlka allt sem ég skrifa á versta veg og gera lítið úr minni persónu með því að álykta sem svo að ég hafi gert þér eitthvað með því að gera athugasemdir hér... Það eina sem ég gerði athugasemd við er að mér þótti færslan ekki fyndin og það virðist hafa móðgað pislahöfund...og hann því ákveðið að túlka allt sem ég hef skrifað á versta veg og ekki tók hann eftir góðlátum broskörlum mínum heldur í fyrstu athugasemdinni...
Hitt er svo annað mál að þeir sem vilja gera lítið úr gróðurhúsaáhrifunum virðast ekki gera miklar athugasemdir við persónuleg skot (t.d. frá "efasemdamönnum") sem eru þeim þóknanlegt - merkilegt nokk.
Sveinn Atli Gunnarsson, 20.7.2012 kl. 21:48
Túlka "allt" sem þú hefur skrifað "á versta veg". Þú ættir kannski að horfa í egin barm líka. Það hefði sparað mikil leiðindi ef þú hefðir ekki túlkað þessa færslu á furðulega langsóttan hátt og ert enn að. En ég viðurkenni fúslega að þú ert mér algjört ofurefli og ég dreg mig hér með fullkomlega í hlé til að sinna einhverju sem ekki er niðurdrepandi.
Gerðu svo vel: Þú mátt hafa síðasta orðið!
Svona lítur broskall út! en ekki svona :)
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.7.2012 kl. 18:18
:)
Sveinn Atli Gunnarsson, 21.7.2012 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.