Sólríkustu júlímánuđir

Fimm af tíu sólríkustu júlímánuđum í Reykjavík og á Akureyri eru sameiginlegir.

Fyrstan ber ţá frćgan ađ telja júlí 1939 sem er sólríkasti júlí sem mćlst hefur í Reykjavík međ 308 klukkustunda sólskin og er ţetta eini júlí á nokkurri veđurstöđ sem rofiđ hefur 300 stunda sólskinsmúrinn. Međaltaliđ 1961-1990 er 171 stund í Reykjavík.  Á Akureyri voru sólskinsstundirnar 221 og ţar er ţetta sjötti sólríkasti júlí. Ţetta var mikill gćđamánuđur ađ hita, sérstaklega á suđur og vesturlandi. Í Reykjavík er ţetta áttundi hlýjasti júlí frá 1866. Á Hćli í Hreppum var međalhitinn reiknađur 13,6 stig og er ţetta ţar hlýjasti júlí en sá sautjándi hlýjasti á landinu. Hitabylgju allmikla gerđi dagana 23.-26. og fór hitinn í Reykjavík ţá fjóra daga í 20 stig eđa meira. Mánuđurinn var einnig afar ţurrviđrasamur og reyndar ađ mínu tali ţurrasti júlí eftir ađ Veđurstofan var stofnuđ, ađeins um 30 prósent af međalúrkomunni 1931-2000. Í Stykkishólmi er hann ţurrasti júlí frá ţví mćlingar hófust 1857, 3,9 mm. Ţurrkamet fyrir júlí voru einnig sett hér og hvar annars stađar ţar sem lengi hefur verkiđ athugađ, t.d. á Arnarstapa á Snćfellsnesi, 7,2 mm (1935-1982) og  Blönduóssvćđinu (1924-2003), 10 mm. Á Suđausturlandi var ţetta einnig ţurrasti júlí, á Fagurhólsmýri, 13,2 mm (1922-2007), Hólum í Hornafirđi (frá 1931), 7,2 mm, Kirkjubćjarklaustri (frá 1931) 29,4 mm og Vík í Mýrdal 10,3 mm (1925). Í Vestmannaeyjum var ađeins ţurrara 1888 og 1931 (frá 1881).

Júli 1929 er aftur á móti sá sólríkasti sem mćlst hefur á Akureyri međ 239 stundir, međaltaliđ 1961-1990 er 158 stundir, en í Reykjavík er hann sjöundi sólarrmesti  međ 257 stundir. Takiđ eftir ţví ađ sólskinsstundirnar eru samt fleiri í Reykjavík en á Akureyri. Skýjahula var metin sú sama á báđum stöđunum en nćstum ţví alls stađar annars stađar var hún metin minni. Sólríkt hefur ţví veriđ nánast alls stađar og blíđviđri svo ađ segja allan mánuđinn um land allt. Miklar ţrumur komu ţó á suđausturlandi ţann 18. Og ţann 23. klukkan 1845 reiđ  yfir höfuđborgina snarpasti jarđskjálfti sem ţar hefur fundist síđan byrjađ var ađ fylgjast kerfisbundiđ međ slíku. Upptökin voru í eđa skammt austur af Brennisteinsfjöllum og mćldist skjálfinn 6,3 stig á Richter. Á Akureyri hefur ekki mćlst ţurrari júlí, 7 mm (frá 1925), og á landinu tel ég ţetta vera sjöunda ţurrasta júlí međ minna en 40% prósent úrkomu.  Ţetta var hlýr mánuđur og nćr tíunda sćti yfir hlýjustu júlímánuđi eins og ég hef reiknađ ţá.

Nćsti júlí á undan ţessum, 1928, er sá ţriđji sólríkasti í Reykjavík, 268 klst en áttundi á Akureyri, 210 klst. Hann var talsvert kaldari en 1929, en ţó um  hálft stig yfir núverandi međallagi, og ekki eins ţurr, úrkoman um 80% af međalúrkomunni. 

Níundi  sólríkasti júlí í Reykjavík er 1957 međ 251 stund en á Akureyri er  ţetta tíundi sólríkasti júlí međ 208 stundir. Sól var víđast hvar mikil. Reykhólar (1957-1987) settu sitt sólskinsmet í júlí, 256 klst, og einnig Melrakkaslétta (1957-1999), 216 klst. Ţurrviđrasamt var og tel ég ţetta áttunda ţurrasta júlí. Á Hallormsstađ mćldist ekki ţurrari júlí, 13,1 mm (1937-1989). Hitinn var rúmlega hálft sig yfir međallaginu 1961-1990.

Nćsti júlí á eftir, 1958, er sá ţriđji sólarmesti á Akureyri međ 231 stund. Sólríkarara var ţó í Reykjavík, 246 klst, en ţar er mánuđurinn í ellefta sćti hvađ sólskin varđar. Ţar skein sól tíu stundir eđa meira í 15 daga og ţar af alla dagana 11.-22. nema ţann 16. ţegar sólarstundirnar voru ţó 7,5. Ţetta er einna glćstasti samfelldi sólarbálkurinn sem hćgt er ađ finna í Reykjavík. Og ekki voru neinir kuldar ţar ţennan tíma, hitinn stöđugt yfir međalagi og komst yfir tuttugu stig ţegar mest var. Međalhitinn dagana 11.-22. var 12,7 stig, svo til ţađ sama og ţađ sem af er júlí 2012, en međaltal hámarkshita (án tvöfaldra hámarka) var 15,7 stig. Á Akureyri voru 11 dagar međ meira en tíu stunda sól og komu ţeir alveg sömu daga og í Reykjavík nema hvađ ţann 20. var sólin 8,6 stundir. Og  svipađa sögu er ađ segja af ţessum dögum frá Breiđafirđi og Fljótsdalshérađi. Glađasólskin um allt land! Á Hólum í Hornafirđi er ţetta nćst sólríkasti júlí og sá nćst ţurrasti. Á Teigarhorni er ţetta einnig nćst ţurrasti júlí, allar götur frá 1873, 3,9 mm (minnst 0,7 mm 1888). Mánuđurinn var á endanum vel hlýr á suđurlandi, 12 stig í Reykjavík og á Hćli en dálitiđ undir međallagi fyrir norđan. Í heild var mánuđurinn lítiđ eitt kaldari en áriđ á undan. Úrkoman var tćpur helmingur af međallúrkomu. 

Júlí áriđ 2009 er svo síđasti sameiginlegi mánuđurinn á topp tíu sólskinslistanum fyrir bćđi Reykjavík og Akureyri og er í sjötta sćti á báđum stöđunum, 259 klst í Reykjavík en 209 á Akureyri. Hann er tuttugu hlýjasti júlí eftir mínu tali. Úrkoman var mjög svipuđ og 1958 en á suđur og vesturlandi voru sums stađar met júlíţurrkar, svo sem í Mýrdal (frá 1940),19,2 mm Andakílsárvirkjun (1950), 6,8 mm, Keflavíkurflugveli (1952), 15,4 mm og Mjólkárvirkjun á Vestfjörđum (1960), 4.1 mm. Hitinn var hátt yfir međallagi, 1,2 stig enda komiđ vel fram á veđurfrslegu gullöldina sem nú ríkir! Í  Reykjavík er ţetta einn fjórum hlýjustu júlímánuđum. Ţrátt fyrir hlýindin kom mikiđ en stutt kuldakast seint i mánuđinum svo nćturfrost gerđi jafnvel sums stađar viđ suđurströndina. 

Áriđ 1960 kom ţriđji mjög sólríki júlí á fjórum árum í Reykjavík, 1957-1960. Sólarstundirnar voru 259 og gerir ţađ mánuđinn fimmta sólríkasta júlí i borginni. Fyrir norđan og austan var vćtusamt og hefur aldrei í júí veriđ meiri úrkoma á Fagurhólsmýri, 338 m. Mikiđ ţrumuveđur gerđi ţann 9. á  suđur og vesturlandi. Allir ţessir sólbjörtu júlímánuđir 1957, 1958 og 1960 voru mjög svipađir ađ međalhita í Reykjavík, 12 stig,  og á landinu öllu,  0,5-0,6 stig yfir núgildandi međallagi. Úrkoman var lítiđ eitt yfir međallagi á landinu í heild í júlí 1960.

Á hafísárunum náđi júlí 1967 ađ vera sá áttundi sólríkasti í Reykjavík međ 256 stundir. Hann var ţó fremur svalur, 0,8 stig undir međallagi , og mjög kaldur fyrir norđan en ţó ekki alveg eins og 1970. Eins og 1958 byrjađi ađal sólskinskaflinn borginni ţann 11. og til hins 20. skein sólin alla daga nema tvo meira en tíu stundir.En heldur kaldara var ţessa daga en 1958, međalhiti ţeirra var 11,5  stig en međaltal hámmarkshita 14,5 stig. Ţetta er sólríkasti júlí sem mćlst hefur á Sámsstöđum 265 stundir en međalhitinn var ţar 11,3 stig yfir allan mánuđinn.

Nćsti júlí, 1968, mćldist á Akureyri međ 208 stunda sólskin og er ţar tíundi sólríkasti júlí. Loftvćgiđ í ţessum mánuđi á landinu er ţađ mesta sem mćlst hefur í júlí og var mest ađ međaltali 1020,2 hPa á Keflavíkurflugvelli. Í Ćđey í Ísafjarđardjúpi hefur ekki mćlst ţurrari júlí (frá 1954), 6,1 mm. Kalt var framan af en síđan gerđi mánađar hlýindakafla sem var einhver sá lengsti og besti á ţessum svölu árum. En ţar sem hann kom á milli mánađa gćtir hans ekki verulega  í mánađarmeđaltölum fyrir júlí og ágúst. En međalhiti samfelldra 30 daga milli mánađa var yfir 13 stig ţar sem best lét. Í júlí sjálfum var hitinn rúmlega hálft stig yfir međallaginu 1961-1990 á landinu og er ţetta einn af sárafáum júlímánuđum á ţví tímabili og mörg nćstu ár sem var hlýrri en međallagiđ 1931-1960.      

Nćst sólríkasti júlí í Reykjavík var áriđ 1970 međ 286 sólskinsstundir. Ţessi mánuđur var ţó ćđi ólíkur júlí 1939, ţeim sólríkasta í borginni. Ţá var međalhitinn 12,6 stig í en 1970 ađeins 9,4 stig, sá sjötti kaldasti frá 1866 en fjórđi kaldasti á landinu. Átján daga skein sólin meira en tíu stundir í höfuđborginni en enginn ţeirra var almennilega hlýr nema kannski einn ţegar hitinn náđi sextán stigum. Fyrir norđan var sólarlítiđ og afskaplega kalt enda var norđanáttin ansi óvćgin. Úrkoman var um ţađ bil ţrír fjórđu af međallaginu. Á Kvískerjum, úrkomusamasta stađ landsins, hefur ekki mćlst minni úrkoma í júlí frá 1962, 53,4 mm.                                         

Nćst sólríkasti júlí á Akureyri er 1973 međ 237 stundir. Víđar var sólríkt. Á međan mćlt var mćldist ekki meiri sól á Hallormsstađ (1953-1990),292 stundir,  og Hveravöllum (1965-2003) 221 klukkustund. Hiti og úrkoman var lítiđ eitt undir međallagi í heild. Í Vopnafirđi var ţetta ţó met ţurr júlí.    

Ţjóđhátíđaráriđ 1974 krćkti í fjórđa sólríkasta júlí Reykjavík međ 261 sólarstund og 15 daga međ meira en tíu stunda sól. Fremur sólríkt  var reyndar víđast hvar á landinu. Á Hveravöllum er ţetta nćst sólríkasti júlí. Úrkoman var ađeins liđlega helmingur af međallatalinu en hitinn yfir međallagi.

Nćsti júlí, 1975, var sá sjötti sólarmesti á Akureyri međ 212 stundir og hann var sá ţriđji sólríkasti á Melrakkasléttu. Hann var ţungbúinn og afar svalur fyrir sunnan en hlýr og bjartur fyrir norđan en í réttu međallagi ađ hita á landinu.

Áriđ 1936 var mikiđ gćđasumar á suđurlandi og skartar ţađ tíunda sólríkasta júlí í Reykjavík međ 250,5 stundum. Fyrir norđan var sólin vel í međallagi. Ţetta var blíđur mánuđur og reyndar níundi hlýjasti júlí á landinu. Úrkoman var minna en hálf međalúrkoma og sérstaklega var hún litil sunnanlands og vestan. Ađeins júlí 1931 var ţurrari í Kvígyndisdal í Patreksfirđi (1928-2004).

Júlí áriđ 2004 er sá fimmti sólríkasti á Akureyri međ 213 stundir. Ţurrviđrasamt var fyrir norđan og nyrst á Tröllaskaga var mánuđurinn međ eindćmum ţurr, 10,5 mm á Sauđanesvita. Úrkoman var rétt yfir međallagi á landinu í heild en hitinn hátt yfir ţví, nćtum ţví hálft annađ stig yfir međallaginu 1961-1990.     

Loks er viđ hćfi ađ geta ţess ađ Hólar í Hornafirđi eru sólarminnsti stađurinn í júlí ţar sem sól hefur veriđ mćld á Íslandi. Og fer sínar eigin leiđir í sólskinsmálunum. Ţar er sólríkasti júli 1989 međ 213 stundir (frá 1958). Mánuđurinn var hlýr og bjartur fyrir norđan og austan en eins og 1975 algjörlega misheppnađur á suđvesturlandi vegna sólarleysis og kulda. Hitinn var samt í međallagi á landsvísu.
 
Viđbót: Júlí síđasti reyndist annar sólríkasti júlí sem mćlst hefur á Akureyri međ 237,4 sólarstundir.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband