Júlí það sem af er

Meðalhitinn í Reykjavík það sem af er júli er nú 12,6 stig eða 2,2 stig yfir meðallagi. Hann hefur ekki oft verið hærri. Frá 1949 var hann árið  2007 og 2009 13,3 stig en þegar þeim mánuðum lauk komu þeir út með 12,8 og 12,7 stig að meðalhita. Árið 1991 var meðalhitinn fyrstu 16 dagana 13,4 stig en meðalhiti alls mánaðarins reyndist 13,0 stig það sama og árið 2010 en þá var meðalhiti fyrstu 16 dagana 12,4 stig.
 
Ef litið er til tímabilsins fyrir 1949 eru dagsmeðaltöl ónákvæm, þó hægt sé gera sér nokkra gein fyrir þeim, og flutningar veðurstöðvarinnar flækja málið enn frekar en samt er líklegt að fyrri hluti júlí 1936 hafi verið hlýrri en nú,  en aðrir júlimánuður frá stofnun Veðurstofunnar til 1948 ógna varla okkar júlí nú þegar hann er hálfnaður. Aðalhlhlýindin t.d. í hlýju mánuðunum 1939 og 1944 voru til að mynda seint í mánuðunum.
 
Ef við lítum svo að gamni, fullkomlega ábyrgðarlaust og lígeglað, til tímans fyrir stofnun Veðurstofunnar, allt til 1880,  er það einmitt júlí það ár og svo 1894 sem eiga einhvern sjens í okkar júlí miðað við þá alla hálfnaða. 
 
Við megum þvi vel við una hvað hitann snertir. 
 
Seinni hluti júlímánaðar er hlýrri að meðaltali en fyrri hlutinn. Ef þessi júlí héldi sínu fráviki til mánaðarloka myndi hann verða þriðji hlýjasti júlí, næstur á eftir 2010 og 1991. Hann þarf því að taka sig enn á ef hann ætlar að hljóta gullið á þessu ólympíuári. 
 
Hvað þurrkinn margumtalaða varðar er ljóst að engin met verða sett í Reykjavík. En Vestmannaeyjar eiga von!
 
Í gær gerðust þau tíðindi að hitinn á Gemlufallsheiði á Vestfjörðum steig upp í 21 stig, sem er sannarlega ekki á hverjum degi, en hlýjast varð í Bíldudal 22,3 stig. Hlýjasta loftið var yfir Vestfjörðum en á suðurlandsundirlendi komst hitinn hvergi í 20 stig en 21,8 á Þingvöllum og svipaður hiti var í Borgarfirði. 
 
 
 
 
 
 
 
 

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband