Bloggfríi lokið í hitabylgju

Jæja, þá er verslunarmannahelginni lokið og ólympíuleikunum næstum því lokið og nú er bloggfríi síðuhaldara og æsilegum safaríferðum um landið loksins lokið, lengsta fríinu frá því hann byrjaði að blogga.

En nú verður þráðurinn aftur upp tekinn. 

Hitabylgja er í gangi austanlands. Á hádegi var þyktin fyrir Egilsstöðum 5651 m en frostmarkshæð   3763  metrar og hitinn i 850 hPa fletinum var um 8 stig en við jörð var hitinn 23,1 stig en 25 stig á Hallormsstað og 25-26 stig niðri á austfjörðunum. Reiknað er með að yfir fjörðunum fari hitinn í 850 hPa fletinum jafnvel 13-14 stig í dag með vænlegum metatilboðum fyrir láglendið.

Meðalhitinn í ágúst er nú um og yfir 2 stig yfir meðallagi eftir landshlutum og ekki lækkar hann núna.

Fylgiskjalið, sem sýnir daglegan gang ýmissa veðurþátta fyrir Reykjavík (blað 1) og Akureyri (blað 2) og á landinu öllu (blað 1), er nú komið aftur á sinn stað og vantar ekkert í það. Skjalið er stillt á ágúst en menn geta skrollað upp til að sjá allan júlí og reyndar allt árið sem af er.

  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband