Villidýrið inni í okkur

Loksins er símanúmerabirtirinn minn kominn í lag en hann hefur verið í stakasta ólagi í marga mánuði. Síðan hef ég setið við símann með sælubros á vör og beðið eftir því að hringt yrði í mig. En það hefur enginn hringt. 

Aldrei skal neitt vera gaman þegar á að vera gaman!

Í dag keypti ég heimspekibækur Róberts H. Haraldssonar en þær vantaði í heimspekibókaasafnið mitt. Það er sérstætt við Róbert sem heimspeking að hann hefur þó nokkrar mætur á Freud og fer ómjúkum höndum um þennan Popper sem hefur verið í miklu áliti fyrir meint morð hans á Freud. Greining Róberts á ritgerð Freuds á "Undir oki siðmenninningar" sýnir þó að Freudinn er enn á lífi og furðulega ern eftir aldri.

Meðal annarra orða: Hvað skyldi Freud hafa sagt um klám? Áreiðanlega hefur hann skrifað um það en ég þekki ekki verk hans það vel að ég geti fullyrt um það eða bent á það.

En það er eins og margir hafi gleymt því að Freud sýndi okkur miskunnarlaust hvaða mann við höfum að geyma þegar siðmenningunni er sveipað burtu. Þarna inni er allt stútfullt af kynórum og klámi, sifjaspellum og nauðgunum og guð má vita hverju. Í báðum kynjum. Ég vona að það verði ekki talið til réttlætingar á mansali, barnaklámi eða kvenfyrirlitningu þó ég minni á að menn mega ekki gleyma þessari ábendingu Freuds. 

Stundum finnst mér síðustu árin eins og Ísland sé að breytast í viktoríutímabilið í siðgæðismálum. Undir fáguðu yfirborðinu, fullu af hræsni og tepruskap, geisaði villidýrið þrátt fyrir siðavendnina á þessu skinhelgasta tímabili Evrópumenningarinnar. Og svo fór Kobbi kviðrista á kreik þegar rökkvaði.    

Villidýrið í okkur verður enn þá villtara ef reynt er að afneita því. Ekki gengur þó að sleppa því lausu.

En skynsamlegt jafnvægi í tamningu þess er vandfundið. Og ekki gerist það með ofsa og orðaglamri. Það eitt er víst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

vildi bara segja þér að ég var að setja inn nýjar myndir góður pistill hjá þér.kv

Adda bloggar, 17.2.2007 kl. 00:26

2 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Orð eru allt í lagi líka, en svo eiga menn það til að festast á þeim vettvangi.

gerður rósa gunnarsdóttir, 18.2.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Zoa, Zoa, þú hefur þá ekki yfirgefið mig! Það sjá líka allir af myndunum af okkur hér að ofan hvað við eigum vel saman. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.2.2007 kl. 14:42

4 Smámynd: halkatla

ég dái Freud, hann var góður maður og ég á nokkrar bækur eftir hann og hef lesið svona aðeins í þeim, hann er mjög fræðilegur en jafnframt skemmtilegur kall sem er þægilegt að lesa, og hann virðist alltaf vera að tala frá hjartanu án þess að vera með perraskap. T.d var hann mjög mikill jafnréttissinni. Því miður er hann hataður í sálfræðideild háskólans..... það særir mig  

halkatla, 20.2.2007 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband