Enn ein nýjung í fylgiskjali

Bætt hefur verið dálki í fylgiskjalið með meðaltali lágmarkshita hvers dags í Reykjavík frá 1920. Hann er við hliðina á sambærilegum dálki varðandi hámarkshitann. 

Í fylgikskjalinu er því hægt að sjá, fyrir utan dagleg veðrabrigði, mesta og minnsta meðalhita sem mælst hefur hvern dag í borginni, hæsta og lægsta hita hvers dags gegnum árin og auk þess lægsta hámarkshita sem mælst hefur dag hvern. Og einnig er hægt að sjá hæsta og lægsta hita og meðalhita sem mælst hefur á Akureyri dag hvern og daglegan hámarkshita á landinu og meðaltal hámarkshita hvers dags á landinu.

Eitthvað fleira? Þetta er orðið svo mikið að maður ruglast sjálfur!

Og er þó von á meiru! 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband