Fyrsta næturfrost í Reykjavík

Í nótt kom fyrsta næturfrostið á þessu hausti í Reykjavík, -1,2 stig. Síðasta frost í vor var 17. maí. Frostlausi tíminn var því 134 dagar en meðaltalið frá 1920, þegar Veðurstofan var stofnuð, er 143 dagar en 147 árin 2001-2011.

Frá því Veðurstofan var stofnuð 1920 hafa 54 septembermánuðir af 93 (þessi talinn með) í Reykjavík verið frostlausir eða 58% allra mánaða.  Meðaltal lágmarkshita þessi ár fyrir september er 0,1 stig.

Ekki hefur enn mælst frost á suðausturlandi og við suðurstöndina og reyndar á einstaka stöðvum annars staðar.   


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er í samræmi við það sem sumir segja. Kólnunin mikla er hafin!

Emil Hannes Valgeirsson, 29.9.2012 kl. 14:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér féll kartöflugrasið mitt í nótt.  En kartöflurnar eru í fínu lagi.  Veit ekki hve langan tíma ég hef til að taka þær upp. Er reyndar núna að taka upp kartöflur frá því í fyrra, og alveg eftir að taka upp þessar frá í vor.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 17:19

3 identicon

Allar mælitölur staðfesta á óyggjandi hátt það sem ég hef leyft mér að halda fram: Það er að kólna á Íslandi!

Að þessu sinni gengur ekki að svatla og höska með vísindalegar staðreyndir:

"Síðasta frost í vor var 17. maí. Frostlausi tíminn var því 134 dagar en meðaltalið frá 1920, þegar Veðurstofan var stofnuð, er 143 dagar en 147 árin 2001-2011."

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 17:44

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hilmar af hverju hefur plöntuúrvalið aukist? plöntur sem þrifust ágætlega fyrir nokkrum árum eru núna nánast illgresi, og plöntur sem alls ekki þrifust fyrir nokkrum árum vaxa ágætlega núna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 17:47

5 identicon

Af hverju spyrð þú Á.C.Þ. þegar svarið er fyrir framan þig?:

"Síðasta frost í vor var 17. maí. Frostlausi tíminn var því 134 dagar en meðaltalið frá 1920, þegar Veðurstofan var stofnuð, er 143 dagar en 147 árin 2001-2011."

Það er ljóst að árin 2001 - 2011 voru toppurinn á hlýskeiði á Íslandi. Núna er greinilega farið að kólna og heimsendaspámenn farnir að róa á önnur mið!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 21:12

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Emil - brr...þetta gæti endað illa - kannski afneitunarpésarnir hafi rétt fyrir sér þegar öllu er á botnin hvolft... Þó svo þeir hafi ekki snefil af gögnum á bak við sig...kannski það sé bara nóg að fullyrða út í loftið og þá verði hin mikla kólnun staðreynd...kannski maður þurfi að yfirgefa vísindalega nálgun og afneita hlýnun á heimsvísu - bara af því að frostlausir dagar á Íslandi urðu færri en meðaltalið... Það gerðist svipað í desember síðastliðnum, það komu smá kuldakafli á Íslandi og lýðnum varð ljóst að kólnunarskeiðið hófst þá (allavega prédikuðu sumir afneitunarpésar því - m.a. téður Hilmar) - þó svo árið sé eitt af þeim hlýjustu síðan mælingar hófust á heimsvísu...brr, en frostlausir dagar í Reykjavík hljóta að vera endanleg sönnun - við skulum ekki gleyma því

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.9.2012 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband