Minnst sól í október

Ţađ er óneitanlega nokkuđ öfugsnúiđ ađ hlýjasti  október sem mćlst hefur í Reykjavík og á landinu sé jafnframt sá sem haft hefur minnst sólskin í höfuđstađnum. Ţađ var 1915  en ţá mćldust sólskinsstundar ađeins 17. Hitinn á landinu var hins vegar ţrjú og hálft stig yfir međallagi áranna 1961-1990. Sólskinsmćlingar voru ekki byrjađar á Akureyri ţetta ár. Lágmarkshitnn á landinu er sá hćsti sem mćlst hefur í október, -4,0 stig á Nefbjarnarstöđum á Úthérađi. Úrkoman var geysimikill 190% yfir međallaginu 1931-2000 á ţeim stöđvum sem allra lengst hafa athugađ og er ţetta líklega einn af ţremur úrkomusömustu októbermánuđum. Í Vestmannaeyjum hefur aldrei mćlst önnur eins úrkoma í okotóber síđan 1880 en ţrisvar áđur í Stykkishómi frá 1856. Mesti loftţrýstingur sem mćlst hefur á landinu í október var mćldur ţ. 15., 1045,5 hPa.

Október 1946 er sá nćst hlýjasti, reyndar svipađur og 1915, og hann er sá nćst sólarsnauđasti í Reykjavík, međ 31,7 sólarstundir. Á Akureyri er hann hins vegar fjórđi sólríkasti október og auk ţess sá hlýjasti sem mćlst hefur. Úrkoman var miklu minni en 1915, um 111%  og sérstaklega var ţurrt á austur og norđurlandi. Snjólag, sem mćlt hefur veriđ frá 1924, var ađeins 2% á landinu, ţađ nćst minnsta. Međaltaliđ 1961-1990 er 16%.

Október áriđ áđur, 1945, er sá ţriđji sólarminnsti í Reykjavík međ 32,3 stundir. Og hann er níundi hlýjasti október á landinu og var hitinn rúm tvö stig yfir međallagi. Úrkoman var undir međallaginu en ţó mikil á suđausturlandi, sú ţriđja mesta í október á Fagurhólsmýri frá 1923. Snjólag var 6%. Stríđsglćpamenn og kvislingar áttu ekki sjö dagana sćla í ţessum mánuđi. Stríđglćparéttarhöldin yfir nasistum  í Nurnberg hófust ţ. 19. en ţ. 23. var Vidkun Quisling tekinn af lífi í Noregi.

Og enn einn af tíu hlýjustu októbermánuđum á landinu kemst inn á listann yfir tíu sólarminnstu október í Reykjavík. Október 1959 er sá ţriđji hlýjasti á landinu, 3,3 stig yfir međallagi, en minna sólskin hefur ađeins mćlst fjórum sinnum í höfuđborginni, 40,6 stundir. Úrkoman á landinu var hátt um 160% og er ţetta einn af votviđrasömustu októbermánuđum en snjóhulan var ađeins 8%. Ađeins einu sinni hefur mćlst meiri úrkoma í október á Eyrarbakka, Vestmannaeyjum og Vík í Mýrdal.     

Ekki var langt í október međ sjötta minnsta sólskin, 1962, ţegar sólin skein í 41 stund. Á Reykhólum mćldist aldrei minni sól í október árin 1958-1988, ađeins 20 klukkustundir. Í lok mánađarins var snjódýpt mćld heill metri á Egilsstöđum og er ţađ mesta snjódýpt á landinu í október. Snjóhula var 18%. Minnstu munađi ađ ţetta yrđi síđasti mánuđur mannkynsins ţví Kúbudeilan hófst ţ.22. Fyrsta lag Bítlanna, Love me do, kom úr ţ. 5. og sama dag var fyrsta Bondmyndin frumsýnd. En ţ. 12. var kvikmyndin 79 af stöđinni frumsýnd á Íslandi, sama dag og Live me do, toppađi á enska vinsćldalistanum, í 17. sćti.

Október 1969 er sá fjórđi í röđinni í Reykjavík hvađ lítiđ sólskin varđar, 33 stundir. Á Sámsstöđum hefur enginn október mćlst međ minni sól, 29 klukkustundir. Snjóhula á landinu var 18% eins og 1962. Úrkoman var fremur lítil og hitinn um međallag. 

Tveir sólarlitlir októbermánuđur komu í röđ árin 1911 og 1912. Sá fyrri er tíundi í röđinni fyrir sólarleysi, 52 stundir, en sá síđari er sá sjöundi, 46 stundir. Báđir í hlýrra lagi, sá fyrri undir međallagi í úrkomu en sá síđari vel yfir ţví.   

Árin 1955 og 1956 komu líka tveir októbermánuđir í Reykjavík sem komast inn á topp tíu listann fyrir lítiđ sólskin og var sá fyrri nr. 8 en sá síđari nr. 9 og eru ţessir mánuđir međ 46,5 og 48 sólskinsstundir. Október 1955  er sá sjötti sólríkasti á Akureyri. Fyrra áriđ var fremur kalt og mjög ţurrt, ađeins ríflega helmingur af međalúrkomu. Mćldist aldrei ţurrari október í Ćđey í  Ísafjarđardjúpi frá 1954 og einnig viđ Hrútafjörđ  frá 1940. Hins vegar var fremur hlýtt en rosalegt og í votara lagi 1956.

Ekki er alveg ljóst hvađa október krćkir í fyrsta sćti á Akureyri fyrir sólarleysi. Áriđ 1958 voru mćlingarnar ekki alveg í lagi en ţćr sólarstundir sem mćldust voru einungis 11.  

Í október 1995, mćldust sólskinsstundir á Akureyri örugglega ađeins 18 en 14,2 á Melrakkasléttu og ţar hefur  aldrei mćlst jafn lítiđ sólskin í október og ekki mćlst sólarminni október á veđurstöđ. Tíđarfar var taliđ fádćma erfitt fyrir norđan og mjög var ţar úrkomusamt og einnig á austurlandi. Aldrei hefur  mćlst meiri úrkoma á Akureyri í október frá 1927, 176 mm. Norđan og norđaustanáttir voru algengastar vindátta. Hitinn var meira en hálft stig undir međallagi en landsúrkoman vel yfir ţví. Október á undan ţessum, 1994, er sá fimmti sólarminnsti á Akureyri međ 28 stundir. Hitinn var heilt stig undir međallagi en úrkoma í međallagi en snjólag 19% en var 20% 1995.     

Snemma á hlýindaskeiđi tuttugustu aldar komu ţrír mjög sólarlitlir októbermánuđur á Akureyri.  

Áriđ 1930 er sá ţriđji í röđinni fyrir lítiđ sólskin međ 25 klukkustundir. Úrkoman var í međallagi á landinu er mjög úrkomusamt var fyrir norđan en ađ sama skapi ţurrt sunnanlands. Hitinn var meira en heilt stig undir međallagi og snjólagiđ 24%. Austurbćjarskólinn tók til starfa ţ. 14., hitaveita Reykjavíkur ţ. 14. en ţ. 29. var Kommúnistaflokkur Íslands stofnađur og voru ţar allir rauđustu íslensku bolsarnir á einu bretti! Október 1938 er sá fjórđi sólarminnsti á Akureyri međ 26 sólarstundir. Mánuđurinn var í hlýrra lagi og úrkoman í rösku međallagi. Á vestanverđu norđurlandi var mjög úrkomusamt. Í Skagafirđi hefur aldrei mćlst önnur eins októberúrkoma á veđurstöđ og ađeins einu sinni á Blönduósi. Snjólag var í 9%. Ţann 5. hertóku Ţjóđverjar Tékkóslóvakíu. Október 935 er svo sá tíundi sólarsnauđasti á Akureyri međ 33 stundir. Hitinn á landinu var svipađur og 1930 en úrkoman um ţrír fjórđu af međallaginu en var mjög mikil á Akureyri, sú ţriđja mesta. Fremur mikil snjór var 16%.      

Október 1967, sá tíundi sólríkasti í Reykjavik er aftur á móti nr. 9 neđan frá á Akureyri međ 32 sólskinsstundir. Á Vopnafjarđarkauptúni var meiri úrkoma í ţrálátri norđaustanáttinni en ţar mćldist árin 1964-1993. En bćđi í Vestmannaeyjum og á Eyrarbakka er  mánuđurinn á topp tíu listanum fyrir ţurrviđri í október. Snjóhula var 18%. Ţann 9. var Che Guevara drepinn í Bolivíu. Seint í mánuđinum kom upp mikiđ mál varđandi stúlknaheimiliđ Bjarg á Seltjarnarnesi.

Nákvćmlega tíu árum seinna, 1979, kom sjöundi sólarminnsti október á Akureyri međ 31,8 stundir og og sá fremur hlýi otóber 1997 er međ sömu tölu. Fyrra áriđ var merkilegt ađ ţví leyti ađ ţá mćldist mesta mánađarúrkoma sem mćlst hefur í október á landinu, 772,2 mn á Kvískerjum og einnig mesta sólarhringsúrkoma, 242,7 mm sem mćldist ţann fyrsta  á sama stađ. Metiđ hefur síđan veriđ slegiđ. Tíđ var talin góđ á landinu, úrkoman um 50% fram yfir međallag og er mánuđurinn líklega á topp tíu votlistanum yfir landiđ. Hitinn var yfir međallagi og snjólagiđ var aeđeins 5%. Austan og suđaustanátt voru algengastar vindátta. Ţann 12. áriđ 1979 mćldist minnsti loftţrýstingur á jörđunni, 870 hPA í fellibyl á Kyrrahafi.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband