6.11.2012 | 21:14
Veðurslýðskrum á Alþingi
Innanríkisráðherra segir ósatt þegar hann fullyrðir á Alþingi að enginn hafi spáð fyrir um um óveðrið í september. Sannleikurin er sá að veðrinu var spáð í marga daga. Vindhraði var mjög nærri lagi. Hins vegar varð aðeins kaldara en gert var ráð fyrir og það munaði því að snjóaði fremur en rigndi. Og hitamunurinn sem þarna skilur á milli er afar lítill og ekki hlaupið að því að sjá fyrir öll smáatriði. En margra daga óveðurspá hefði ekki átt að fara framhjá mönnum.
Reyndar var snjókoman sums staðar nyrðra sú mesta að snjódýpt sem vitað er um fyrri hluta septembermánaðar. Sjaldgæft veður.
Það er ótrúlega ósvífið og hrokafullt, en fyrst og fremst ósatt, að láta þá yfirlýsingu frá sér fara á sjálfu Alþingi að enginn hafi spáð fyrir um óveðrið. Þvert ofan í staðreyndir.
Þetta er veðurlýðskrum af versta tagi.
Ekki bætir svo úr skák og eykur ekki traustið á Alþingi að svo virðist af fréttum sem ekki einn einasti þingmaður hafi gert athugasemdir við þetta en fremur tekið í sama streng.
Viðbót 8.11. Ögmundur hefur nú beðist velvirðingar á orðum sínum. Það er gott hjá honum. Og nú fer storminn líklega að lægja!
Enginn spáði fyrir um óveðrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 4.12.2012 kl. 21:41 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Heyrði af veðurtali Ögmundar innanríkis í fréttum Sjónvarps. Spurði sjálfan mig hvort það hafi verið rétt að enginn hefði spáð fyrir um slæma veðrið. Minnti endilega að svo hefði verið. En fyrst ráðherran segir þetta, hugsaði ég, þá hlýtur hann að hafa rétt fyrir sér en ég rangt. Svo les ég bloggið þitt og þá rifjast þetta allt upp fyrir mér aftur og því ég tek undir með þér, nafni.
Þá dettur manni í hug hvort stjórnmálamenn iðki þann leik að segja ósátt í þeirri von að allir séu eins og ég, kenni bara misminninu um. Nei, þetta eykur ekki traustið á Alþingi eða ráðherrum ...
Sigurður Sigurðarson (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 21:43
Sigurður Þór. Þetta veðurfars-spádóma-kjaftæði heldur hvorki vatni né vindi, í raunveruleika-veður-spádómunum.
Gott að það finnast enn raunverulegir og jarðtengdir einstaklingar eins og þú á Íslandi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.11.2012 kl. 22:51
Hér er veðurkort úr sjónvarpi sem gildir 40 klst. eftir birtingu. Vindur er harla réttur, samfelld úrkoma (9 snjókorn í Þingeyjarsýslu), en hiti 1-2 stigum of hár.
http://betravedur.is/ruv/20120908/seq_2_Island_60.jpg
Haraldur Ólafsson (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 23:36
http://betravedur.is/ruv/20120908/seq_2_Island_60.jpg
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2012 kl. 00:19
Þú misskilur hann, þetta er alrétt hjá honum, enginn spáði þessu veðri sem átti eftir að koma og þar skiptir snjórinn mestu máli, það spáði óveðri en ekki þessu ofsaveðri. Láttu Ömma frænda í friði!
Ari (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 12:27
Það var sá vindur sem spáð var. Eins gott að hafa það rétt. Það var líka spáð samfelldri úrkomu. Í meginatriðum var veðrinu vel spáð og menn hefðu átt að vera undir það búnir. Orð Ögmundar eru því miklar ýkjur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2012 kl. 13:29
Það er óþarfi að reyna að hafa glæpinn af Veðurstofunni Sigurður Þór. Á hvítþvottarsíðunni sem þú vísar í viðurkenna þau sjálf að "Staðaspár sem birtar eru á vef Veðurstofu Íslands (vedur.is) sýndu ekki hversu slæmt veðrið yrði."
Veðurstofan á svona "afrek" í bunkum, smbr. aðfangadagsóveðrið í Reykjavík um sl. jól sem kom þeim gjörsamlega í opna skjöldu.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 15:10
Það eru fleiri spár en staðaspár. En Veðurstofan má auðvitað eiga alla sína glæpi fyrir mér ekki síður en stjórnmálamennirinir. Annars er aldrei hægt að spá öllu í veðri, án þess að ég þurfi að verja rangar spér eða beri á þem minnstu ábyrgð. En að gera kröfur til þess að aldrei megi bregðast spár og hneyklast á því með látum, eins og ýmsir gera á netinu, ef eitthvað ber út af er ansi óraunsætt. Og hafðu það svo gott Palli minn og gaman að sjá þig eiturhressan á þessari síðu! Alltaf velkmominn! Mali biður að heilsa.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2012 kl. 15:21
Ég sé nákvæmlega enga ástæðu til að bera blak af þessu steingelda ríkisbákni, með tilheyrandi einelti meðal fullorðinna starfsmanna.
Þetta apparat hreykti sér svo hátt á árum áður að það varðaði við lög ef sjómenn bölvuðu bákninu á stuttbylgjunni!
Ofan í kaupið fer Veðravítisstofan í fararbroddi í að mata landsmenn á lygum og gróusögum varðandi meinta "hnatthlýnun" og kunna þ.a.l. ekki lengur skil á rigningu og snjókomu.
Hugi, Móri, Hrekkur og Feykir biðja sömuleiðis að heilsa Siggi minn. Þeir þola ekki ketti!
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 17:01
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sendar eru út spár af á borð við þær, sem sendar voru út dagana á undan septemberhvellinum.
Munurinn er sá að á vissum svæðum voru snjókoman, magnið og veðurhæðin, slík til samans, að úr varð algerlega einstætt veður á þessum árstíma, sem enginn sá fyrir né gat séð fyrir.
Dæmi: Á Hrísum ofarlega í Reykjadal. hlóðst snjór á fullsterk tré í lundi Ara Teitssonar og braut þau eins og eldspýtur á sama tíma og það rigndi niðri á Laugum í aðeins fimm kílómetra fjarlægð.
Menn á þessum slóðum muna ekkert þessu líkt og mér finnst út í hött að skammast yfir því að enginn skyldi geta spáð þessu né séð það fyrir.
Ómar Ragnarsson, 7.11.2012 kl. 17:32
Jæja skrattakollar allir, lauma þessu inn http://www.ruv.is/frett/spadu-fyrir-um-ovedrid
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2012 kl. 18:49
Og þessu: http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/2267
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2012 kl. 18:52
Góð færsla Ómar, það sem þú segir er kjarni málsins.
Hilmar Skrifar: "Ofan í kaupið fer Veðravítisstofan í fararbroddi í að mata landsmenn á lygum og gróusögum varðandi meinta "hnatthlýnun""
Sá sem þetta skrifar, núna seint árið 2012 er illa úr sambandi. Þú hefur greinilega internet, Hilmar. Nennir þú ekki að fylgjast með fréttum? Ég leyfi mér að fullyrða að engin veðurstofa nokkurs staðar í heiminum dregur hnatthlýnin í efa. Ég starfa á veðurstofu í útlöndum. Meðal samstarfsmanna minna eru um 50 veðurfræðingar og ENGUM þeirra dettur í hug að efast um hnatthlýnun.
Jafnvel harðir republíkanar í USA eru farnir að skoða sinn hughvort ekki beri að viðurkenna þessa staðreynd og fara að gera ráðstafanir til að draga úr tjóni sem á rætur sínar að rekja til hnatthlýnunar.
Það má leiða góð rök að því að þetta illviðri hafi verið svona slæmt vegna hnatthlýnunar. Þeir sem eru ekki með hausinn djúpt á kafi í sandi eða eigin rassi vita að hafísinn í Norður Íshafinu hefur aldrei verið jafn lítill og þetta sumar. Lítill hafís þýðir að stærri hafsvæði eru opin og meir raki og þar með orka er fyrir hendi í gufuhvolfinu. Meiri raki og meiri orka gerir illviðri með meiri vindi og meiri úrkomu líklegri en þegar raki og orka eru minni.
Hörður Þórðarson, 7.11.2012 kl. 19:07
Tek undir það að Ómar komi að kjarna málsins.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2012 kl. 19:15
Hörður Þórðarson, 7.11.2012 kl. 19:07: Vinsamlegast haltu þér frá því að fikta í mínum bakhluta HÞ. Það er beinlínis hlægilegt að geta sér til um að fjárskaðaveðrið í september í haust eigi rætur að rekja til meintrar "hnatthlýnunar". Fyrr má nú Gorast en Al Gorast!
Ef þessir 50 veðurfræðingar, samstarfsmenn þínir, eru jafn uppteknir af því að snúa út úr, mistúlka og gera mönnum upp skoðanir og þú virðist vera er von að spárnar ykkar haldi hvorki vatni né vindum.
Duttlungar í veðurfari eru skyndilega orðnir kveikja alheimstrúarbragða innvígðra kolefnisklerka sem ráðast af offorsi gegn koltvísýringi sem mesta meinvætti mannkyns!
Á meðan blessaður jarðargróðurinn tekur koltvísýringnum fagnandi (enda himneskur áburður) taka "loftslagsvísindamenn" flikk-flakk og heljarstökk yfir meintri skaðsemd hans!
Það er svo fullkomlega í anda Ómars, samspillingarinnar hans og fjórFLokksins í heild, að engan má draga til ábyrgðar fyrir fjárskaða upp á 10000 (tíuþúsund) ær, ásamt með búsifjum bænda og hundraða-milljóna tjóni Landsvirkjunar - sem auðvitað er velt yfir á landsmenn.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 21:01
Endilega að stofna Stóradóm yfir veðurfræðingum og dæma þá til veðurbetrunarvistar!
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2012 kl. 21:28
Það fer vel á því að þessi Hörður Þórðarson birtist hér í líki Páls Vilhjálmssonar. Málflutningurinn og fákunnáttan eru á því plani.
Þetta upphlaup Ögmundar, krampakennt sem það var, minnti helst á nýlegan dóm yfir ítölskum jarðskjálftafræðingum og er honum til skammar.
Pétur Maack (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 08:15
Endilega ekki rugla Hilmari "brúðu" Hafsteinsson saman við Hörð Þórðarson - tveir ólíkir...
En að pistlinum, þá tel ég þetta einfaldlega illa ígrundað hjá Ögmundi og ber vott um að hann hafi annað hvort lítið fylgst með eða hafi takmarkaða þekkingu á eðlisfræði veðurs. Vissulega er þetta því lýðskrum þar sem hann er að úttala sig um eitthvað sem hann hefur ekki þekkingu til. Hitt er svo annað að ég er viss um að í framtíðinni verður betur varað við því þegar aðstæður myndast sem geta mögulega valdið slíku veðri.
Höskuldur Búi Jónsson, 8.11.2012 kl. 08:31
Kolefnisholtaþoku-Höski mættur á svæðið!
Röksemdafærsla Höska er reyndar öll í ætt við ekki-vísindi Harðar Þórðarsonar, sem fullyrðir: "Það má leiða góð rök að því að þetta illviðri hafi verið svona slæmt vegna hnatthlýnunar."(!)
Þá er nú skárra að eiga ennþá alvöru vísindamenn á Íslandi. Í glænýrri færslu Trausta Jónssonar segir hann:
"Mikið los hefur verið á hefðbundnu bylgjumynstri háloftanna á okkar slóðum - og er það hluti af óvenjulegu veðurlagi víða um lönd á sama tíma. Ekkert er vitað um ástæður þessa ástands. Því hefur þó verið haldið fram að takturinn í árstíðaskiptum á norðurhveli hafi ruglast í Norður-Íshafi austanverðu og þaðan berist nú önnur taktboð en venjulega á haustin. Sem kunnugt er hefur ís þar verið miklu minni á síðustu árum heldur en áður hefur þekkst. Uppástungan er góðra gjalda verð - en óvarlegt er að halda því fram að nú fari einfaldlega nýir tímar í hönd. Slíku hefur verið haldið fram svo oft áður."
Þarna fer sannur vísindamaður sem hikar ekki við að taka af öll tvímæli: "Ekkert er vitað um ástæður þessa ástands".
Svona vísndi skilja talsmenn kolefniskirkjunnar, þeir Höski og Hörður Þórarson, að sjálfsögðu ekki.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 09:08
Veðurspá er þetta ekki aðalatriðið, þetta er og verður alltaf spá. Það er svo hver og einn, sem eftir búsetu eða staðsetningu, þarf að túlka fyrir sig. Sumarbústaður minn er í Borgarfirði og að mínu mati tilheyrir spá fyrir Breiðafjörð betur en Faxaflóaspáin.
Kjartan (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 09:25
Höski hittir naglann á höfuðið með Ögmund. Hann hefur engan áhuga á vifangsefninu og er ekkert inni í því og vandaði sig ekki mikið í orðum sínum eins og hann viðurkennir eiginelga sjálfur. Kannski er það svo ofmælt hjá mér að kalla þetta lýðskrum. Það er fremur hugsunarleysi og flumbrugangur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.11.2012 kl. 13:16
Og svo væri vissulega frólðegt að fá nánari góð rök fyrir sambandi hnatthlýnunar við þetta tiltekna veður. Skaði veðursins felst reyndar fyrst og fremst í því að það snjóaði mikið fremur en rigndi meðan fé var enn á fjalli. Ef ekki hefði snjóað hefði enginn séð neitt verulega sérstakt við þetta veður að öðru leyti held ég og líka ef féð hefði verið komið i hús þó snjóað hefði. Skaðinn var nánast tilviljanakenndur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.11.2012 kl. 14:04
Skaðinn á girðingum og raflínum varð ekki umflúinn, burt séð frá spám, en bændur virtust rólegir með féð á fjalli. Ef einhverjir eiga að draga lærdóm af þessu september illviðri, þá eru það bændur.
Ég tek það fram að ég hef samúð með þeim.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2012 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.