27.11.2012 | 16:37
Undarleg frétt í Ríkisútvarpinu um kulda í Moskvu
Ríkisútvarpið var að segja frá því að fimmtán útigangsmenn hafi dáið í Moskvu undanfarið úr kulda. Það getur alveg verið rétt. Síðan er því bætt við að miklar vetrarhörkur séu í Rússlandi og búist sé við að fleiri muni deyja úr kulda.
Veðurfar í Moskvu er kalt um háveturinn og miklu kaldara en hér. Margir eru þar heimilislausir og næsta víst að svo og svo margir verði úti á hverjum vetri þar í miljónaborginni. En af fréttinni má helst ráða að núna séu óvenjulega miklir kuldar ríkjandi í Moskvu.
En svo er alls ekki. Nóvember hefur þvert á móti verið afar mildur. Síðustu daga hefur smávegis kólnað en frostið ekki verið til að gera veður út af, hvorki á íslenskan né rússneskan mæikvarða. Fjarstæða er að tala um frosthörkur og reyndar ólíklegt að mikið mildara verði í Moskvu að staðaldri næstu mánuðina.
En hitann í borginni í þessum mánuði má sjá hér á þessari töflu. (Menn þurfa aðeins að skrolla niður siðuna þegar hún birtist).
Satt að segja skil ég ekki hvað er verið að fara í þessari frétt útvarpsins.
Í töflunni lengst til vinstri (blátt) er lágmarkshiti dagsins í Moskvu, þá meðalhiti sólarhringsins (grænt), hámarkshiti (rautt), vik meðalhita frá meðallagi (plús með rauðu, mínus með bláu) og loks lengst til hægri úrkoma í millimetrum (grænt). Það blasir við hve mildur þessi mánuður hefur verið. Lengst til hægri á síðunni sést dagatal og þar er uppi mesti hiti hvers dags sem mælst hefur í nóvember í Moskvu nokkru sinni og ártalið með innan sviga og ef smellt er bláa ferninginn fyrir ofan dagatalið kemur upp minnsti hiti sem mælst hefur hvern dag (a.m.k. frá 1882). Neðar á síðunni sést Moskvuhitinn á línuriti fyrir mánuðinn en deplarnir fyrir ofan og neðan er það sem hitinn hefur mest eða minnst mælst dag hvern nokkru sinni.
Veðurstofan ætti að koma sér upp einhverju svona sem allra fyrst. En þangað til verður hið frækilega og hugumstóra fylgiskjal þessarar bloggsíðu að duga!
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 4.12.2012 kl. 21:41 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Meðalhiti á þessum árstíma í Moskvu er 3ja stiga frost. Ég sá áðan í sjónvarpinu að spáð var eins stigs frosti á morgun. Tek undir með þér um það að það er alger misskilingur að óvenjulegar frosthörkur séu eða hafi verið í Moskvu, heldur þvert á móti.
Ómar Ragnarsson, 27.11.2012 kl. 20:05
Það dóu miklu fleiri á vetri hverjum í Moskvuborg, þegar rauði fáninn hékk þaðr við hún. Ekki var það þó vegna frostsins. Vinstri menn æstu sig lítið út af því og fóru aldrei til að mótmæla fyrir framan sendiráð BNA.
En fréttamenn ljúga hins vega jafn mikið áður um veður sem annað.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.11.2012 kl. 11:39
Villi villíngur! Megi allir vondir kommar frjósa í helvíti!
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.11.2012 kl. 12:46
ブãƒã‚°ãƒ²ã€€ãƒŸãƒ†ã€€ãƒ¡ãƒ¼ãƒ«ã‚·ãƒžã‚·ã‚¿
ニホンゴハ ハナセマスカ
ワタシハ ニホンゴシカ ハナセマセン
アナタガ ニホンゴヲハナセルナラ
メールコウコンシマショウ
harbormen
æ¥æ¬äººã§ã (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 07:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.