Úrkomumet í Reykjavík

Úrkoman í morgun kl. 9 mældist 70,4 mm í Reykjavík frá því á sama tíma deginum áður. Aldrei áður hefur  mælst meiri sólarhringsúrkoma í borginni í nokkrum mánuði. Gamla metið var 56,7 mm frá 5. mars 1931 en gamla metið í desember var 55,1 mm frá þeim 18. árið 1938. Á sjálfvirku stöðinni mældist úrkoman aðeins 47,0 mm í morgun. Mesta sólarhringsúrkoma í dag sem enn hafa borist fréttir um er 83,4 mm á Nesjavöllum og 74,6 í Vík í Mýrdal, 74,0 á Korpu en svo kemur Reykjavík.

Umfjöllun veðurfræðings á þessu ástandi má lesa hér.

Úrkoman núna í Reykjavík féll sem slydda, snjókoma og rigning. Það var kannski eins gott að hún féll ekki öll sem snjór því þá hefði líka komið met snjódýpt og mjög alvarleg vandamál skapast. Í morgun, eftir að rignt hafði, var snjódýptin mæld 20 cm. Hún er þá orðin meiri en á Akureyri þar sem hún var i morgun 17 cm. En þar hefur verið alhvítt allan mánuðinn. Mesta jafnfallin snjódýpt sem mælst hefur í Reykjavík er 55 cm þann 18. janúar 1937.

Á Hólum í Dýrafirði var snjódýptin 70 cm í morgun en ekki hafa enn borist snjódýptartölur frá öllum veðurstöðvum á Vestfjörðum. Slíkar tölur frá veðurstöðvum eru reyndar bagalega stopular. Í Lerkihlíð í Vaglaskógi var snjódýptin 110 cm í fyrradag en engar tölur hafa síðan komið. Snjódýptin þarna var 99 cm þ. 20. og mest á landinu. Síðan komu engar upplýsingar  í sex daga frá stöðinni og vissi maður þá ekki hvað stöðinni leið eða hvar snjódýpt var mest á landinu fyrr en í fyrradag að stöðin gaf upp 110 cm og lá þá beint við að álykta að allan þennan tíma hafi mest snjódýpt á landinu verið í Lerkihlíð.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er rækilega slegið met.

Emil Hannes Valgeirsson, 29.12.2012 kl. 16:41

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Einkennilegur þessi mikli munur á sjálfvirku stöðinni og þeirri mönnuðu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.12.2012 kl. 17:59

3 identicon

Líklega er það lán (stór-)Reykvíkinga þessi blandaða úrkoma, að hún féll hvorki sem snjór eingöngu eða sem rigning eingöngu með tilheyrandi flóðavandamálum, hvað sem gerist nú í  næstu rigningu!

ps. það má kanski segja að snjókoman hafi virkað eins og verðtryggingin miðað við hina óhömdu óverðtryggðu úrkomu rigningarinnar :-)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband