Hitastaðan í janúar

Meðalhitinn í janúar sem af er mælist 3,5 stig í Reykjavík eða 4,2 stig yfir meðallaginu 1961-1990.

Ef þetta yrði lokatala mánaðarins yrði þetta næst hlýjasti janúar sem mælst hefur. En það er svo sem ekkert að marka. Mikið er eftir af mánuðinum og þetta forskot er hreinlega ekki sérlega mikið miðað við það sem mest getur orðið. Hlýjustu fyrstu tíu dagar í Reykjavík frá 1941 voru 5,7, stig 1972, 5,5, stig 1973, 4,9 stig 1964, 4,7 stig 2002 og 4,5 stig 2003 og 1960. Árið 1940 hefur meðalhitinn líklega verið um 4,7 stig. Næstum því má fullyrða að engir janúarmánuðir fyrir 1940 skáki þessum mánuðum nema 1847 en hann er hlýjasti allur janúar sem mælst hefur í Reykjavík, 3,9 stig, en næstur kemur 1947,  3,2 stig og síðan 1972, 1973 og 1987, allir með 3,1 stig. Árið 1847 hefur meðalhiti fyrstu tíu dagana kannski verið um fjögur og hálft stig en ekki er það nákvæm tala.   

Meðalhitinn á Akureyri er nú 2,2 stig eða 4,7 stig yfir meðallagi. Þar er hlýjasti janúar 1947 þegar meðalhitinn var 3,2 stig. 

Hið alræmda fylgiskjal fylgist með!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Sæll Sigurður! Það er villa í dálki M í fylgiskjalinu. Meðalhiti dagsins 22. nóvember árin 1961-1990 er skráður 4.9 en á að vera 0.8. (Var einnig í fylgiskjali fyrir árin 2011 og 2012.)

Birnuson, 18.1.2013 kl. 16:11

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Takk fyrir ábendinguna. Ótrúlegt hvað svona ásláttarvillur geta skotist framhjá manni! Hefur nú verið leiðrétt.

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.1.2013 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband