Viðbjóður

Það er hreinn viðbjóður að nota veðrið, sem er göfug og stolt höfuðskepna, sem markaðsvöru. Auk þess er veðrið á Íslandi yfirleitt skaplegt á veturna. En auglýsingaáróðurinn, markaðssetningin, gengur líklega út á það að hér sé alltaf vitlaust veður. En úti í löndum getur líka komið vont veður. Jafnvel í suðrænum löndum.

Veður á Íslandi eru ekki sérlega válynd miðað við fellibylji, þrumuveður, þurrka og flóð víða annars staðar, jafnvel hríðarbylji og frosthörkur í löndum sem miklu sunnar eru. Hvað vetraríþróttir varðar er Ísland mjög óryggt land. Veðrið er hreinlega of milt og gott fyrir þær!

Frá ferðaþjónustunni kemur aldrei annað en rugl um veðrið og náttúruna.

 


mbl.is Vonda veðrið og myrkrið laðar að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband