8.2.2013 | 16:38
Mesti febrúarhiti í Reykjavík 1935
Þennan dag, 8. febrúar 1935, mældist mesti hiti sem mælst hefur í Reykjavík í febrúar, 10,1 stig. Veðurstöðin var þá á þaki Landsímahússins við Austurvöll. Hlýindi voru um þetta leyti í nokkra daga. Þau byrjuðu þann 6. með asahláku um land allt. Þá var djúpð lægð yfir Grænlandi. Þennan dag fór hitinn í 14,0 stig í Fagradal í Vopnafirði. Næsta dag komst hitinn á Akureyri í 13,2 stig sem þá var mesti hiti sem þar hafði mælst í febrúar en metið var slegið 1980 og tvisvar eftir það.
Þann 8. fór djúp og kröpp lægð norðaustur um landið og fylgdi henni sunnanofsaveður með rigningu. Veðrið skall á af suðaustri á sjöunda tímanum síðdegis. Loftvægi fór niður í 957,1 hPa um kvöldið í Stykkishólmi. Vindur var talinn 12 vindstig í Reykjavík og 10 sums staðar annars staðar á landinu. Enskur togari strandaði við Sléttanes við Dýrafjörð og fórust allir sem um borð voru. Kirkjan í Úthlíð í Biskupstungum fauk út í buskann og sums staðar fuku skúrar og útihús. Mjög víða fuku húsþök og er sagt að þakplötum hafi rignt yfir Reykjavík. Loftnet útvarpsstöðvarinnar á Vatnsenda slitnaði. Í þessum látum mældist sem sé methitinn í Reykjavík. Í Vík í Mýrdal fór hitinn þá í 9,5 stig. Næsta morgun mældist úrkoman á Vattarnesi 52,3 mm og 46,9 á Teigarhorni en 13,0 í Reykjavík.
Eftir að lægðin fór yfir landið kom fyrst snöggt norðanáhlaup en svo útsynningur með éljum vestanlands.
Í febrúar 1942 mældist einnig 10,1 stig í Reykjavík og var það þann 16. Þá var ekkert illviðri.
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 14.2.2013 kl. 12:53 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Stórmerkilegt að þetta skuli gerast á sama tíma sem hópur bloggara talar í sibylju um "meinta hlýnun."
Ómar Ragnarsson, 8.2.2013 kl. 19:42
Það talar engin um "meinta hlýnun" Ómar. Menn gjalda hins vegar varhug við móðursýkislegum aðgerðum gegn henni og sömuleiðis við ofurtrú á að hún sé öll manninum að kenna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.2.2013 kl. 02:06
Þessi hiti mældist árið 1935 löngu fyrir daga bloggsins og ég skil ekki almennilega hvernig þetta kemur bloggurum nútímans við.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.2.2013 kl. 12:41
Fáum við færslu með fyrirsögninni „Vor í febrúar“ ef dvergliljurnar springa út fyrir lok mánaðarins?
Birnuson, 12.2.2013 kl. 15:15
Hafísavorið mikla 2013 er eftir. Þá verða frost svo mikil að orðin frjósa á vörum frambjóðenda á kosningafundum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.2.2013 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.