Kannski myndskeið frá mesta ofviðrinu í Reykjavík

Vefsíðan Lemúrinn birtir í dag tvö myndskeið sem eru fræðslumynd bandaríkjahers frá því haustið 1941 og fram á árið 1942. Þar á meðal eru myndskeið frá miklu óveðri sem á myndinni er sagt að hafi gengið yfir 13. janúar 1942 og þá hafi með öðrum skaða fimm flugbátar sokkið. En dagsetningin er áreiðanlega röng. Tvö mikil veður gengu yfir í þessum mánuði með þriggja daga millibili, 12. og 15. janúar en þann 13. var skaplegt veður. Seinna veðrið var eitt hið versta sem gengið hefur yfir suðvesturland og þá mældist mesta veðurhæð sem mælst hefur í Reykjavík. Veðrið var mest um og eftir hádegi meðan birtu naut en veðrið þann 12. var mest að kvöldlagi. Í myndskeiðinu, sem tekið er í björtu, virðist sem veðrið þann 15. komi fram.

Sé svo er þetta líklega eina kvikmyndin sem til er af þessu fræga veðri þegar mesti vindhraði sem mælst hefur í Reykjavík var mældur. Hér er tengill á þetta veður sem sést í myndskeiðinu. Það byrjar á 7:50 mínútu. Þar virðist vera blandað saman myndum frá Reykjavíkurhöfn og frá Skerjafirði þar sem flugbátarnir voru. Hér má aftur á móti sjá greinargerð Veðurstofu Íslands um ofviðrið mikla 15. janúar 1942. Þar kemur meðal annars fram að þennan dag hafi fimm flugbátar sokkið. Og margt fleira er þar að lesa.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gaman að skoða þessar kvikmyndir

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2013 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband