17.2.2013 | 17:33
Mesti hiti í febrúar
Mesti hiti á Íslandi í febrúar mældist á Dalatanga þ. 17. 1998, 18,1 stig. Ekkert óskaplega hlýtt var þó á landinu nema á Dalatanga. Þessi hiti á Dalatanga var lesinn af mæli við athugun klukkan 15 í vestan átt og kom vitaskuld einnig fram á hámarksmæli. Meðalhitinn á stöðinni þennan sólarhring var 9,1 stig.
Febrúarhitabylgjan árið 1960 var eiginlega merkilegri. Þá mældust 16,9 stig á Dalatanga og Seyðisfirði þ. 8., einhvern tíma frá kl. 9 að morgni til hádegis. Meðalhitinn á Dalatanga var 11,1 stig sem nærri meðalhita í Reykjavík á hlýjasta tíma ársins. Lægð með óvenjulega hlýju lofti fór vestur fyrir land dagana 6.-8. Landsmeðalhitinn var 8,45 stig þann 7. og hefur frá 1949 aldrei verið hærri nokkurn dag í febrúar, kringum 9 stig yfir meðallagi allra daga frá 1949. Daginn eftir var landshitinn 7,5 stig og það var þá sem hitinn naut sín best á austfjörðunum. Fjölmargar veðurstöðvar eiga sitt febrúarhitamet frá þeim 7. svo sem 15,3 stig á Siglunesi 11,3 stig í Grímsey, 10,9 á Grímsstöðum, 14,0 á Húsavík, 11,1 á Raufarhöfn, 12,4 á Þorvaldsstöðum við Bakkafjörð og 9,9 stig í Möðrudal. Úrhellisrigning og hvassviðri var sunnanlands og vestan. Veðrinu fylgdi mikil asahláka svo af hlutust flóð á öllu svæðinu frá suðvesturlandi til norðurlands. Ölfusá flæddi t.d. yfir bakka sína svo flæddi vatn í kjallara á Selfossi og jakaburður í Blöndu sleit símalínur.
Þriðji mesti hitinn í febrúar er 17,2 stig aðfaranótt þess 21. árið 2006 á Sauðanesvita í rífandi sunnanátt. Á athugunartíma kl. 6 um morguninn voru 16,0 stig. Þennan dag var einna mest þykkt nærri landinu í febrúar, 5478 metrar. Þann 24. 1984 mældist 16,0 stig á Seyðisfirði. Þann dag var mikil lægð á hreyfingu við norðausturströnd Grænlands og fylgdi henni regnsvæði og asahláka úr suðvestri. Meðalhitinn á Hallormsstað var 12,2 stig en 11,3 á Akureyri, sá hæsti fyrir nokkurn febrúardag.
Á suður og vesturlandi verður hámarkshiti að vetrarlagi yfirleitt ekki jafn mikill og fyrir norðan. Á þessu geta þó orðið hálf fríkaðar undantekningar. Þann 14. febrúar 1955 færðist hlý hæð sem hafði verið suður af landinu vestur fyrir það og olli norðvestlægri átt. Þann 15. fór hitinn í Vík í Mýrdal í 15,0 stig. Það er langmesti hiti í febrúar sem mælst hefur á suðurlandi. Þessa dagana mældist einnig mesti febrúarhiti á Loftssölum (1952-1978) í Dyrhólahreppi og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, 10,0 stig á báðum stöðvunum. Í febrúar 2005 gerðust í annari norðvestanátt merkileg tíðindi þ. 21. á suðausturlandi, alveg frá Hornafirði vestur um til Mýrdals settu stöðvarnar þá hitamet fyrir febrúar, 13,6 stig á Hólum í Hornafirði, 13,0 á Fagurhólsmýri, 13,5 á Kirkjubæjarklaustri, 12,6 í Norðurhjáleigu og 11,6 stig á Vatnsskarðshólum í Dyrhólahreppi og kom sú stöð í stað Loftsala frá 1978. Meðalhitinn þennan dag á Klaustri var 10,6 stig. Ágætur síðsumarsdagur! Á suðurlandsundirlendi hafa mest mælst í febrúar 12,0 stig þ. 26. 1964 á Sámsstöðum í Fljótshlíð í austanátt.
Mesti hiti í Stykkishólmi, þar sem athugað hefur verið frá 1846, kom þ. 17. 1942, 11,0 og þá mældist einnig mesti febrúarhiti í Reykjavík, 10,1 stig (ásamt þ. 7. 1935). Daginn áður mældust 13,7 stig á Sandi í Aðaldal og þá kom einnig metið í Miðfirði, 11,7 stig í Núpsdalstungu og 10,1 stig á Þingvöllum. Í hlýindum dagana 14.-15. febrúar 1965, þeim næsta hlýjasta á landinu, mældist mesti febrúarhiti á vestfjörðum, 12,5 stig á Suðureyri við Súgandafjörð og þá komu 13, 3 stig á Blönduósi.
Í hinum ofurhlýja febrúar 1932, lang hlýjasta febrúar á landinu, fór hitinn í Fagrdal í Vopnafirði tvisvar í 15,0 stig, þ. 20. og 23. Þá voru engar hámarksmælingar niðri á austfjörðunum en eitthvað mun þar þá væntanlega hafa gengið á. Geysileg fyrirstöðuhæð var viðloðandi þennan mánuð. Loftvægi hefur aldrei verið jafn hátt í febrúar og mældist loftvægi þ. 10. á Teigarhorni 1047,4 hPa kl. 10 um morguninn.
Hér má sjá kort frá hádegi 7. febrúar 1960 og frá 850 hPa fletinum þar sem sjá má hitann í háloftunum í kringum 1400 m hæð.
Meginflokkur: Veðurfar | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 19.2.2013 kl. 10:49 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Sæll Sigurður. Ég sendi smá fyrir spurn í Gestabókina þína værir þú til að kíkja á það. Kv Valdimar.
Valdimar Samúelsson, 19.2.2013 kl. 22:58
Valdimar, í setningunni "að hvor frelsti sig, er iij dræpi seka" stendur iij fyrir "þrjá". (Jafngildir "iii".)
Með öðrum orðum geta skógarmenn öðlast frelsi með því að drepa þrjá seka.
Birnuson, 19.2.2013 kl. 23:23
Gæti þetta átt alveg eins við ef sagt er heilög þrenning. Sem sagt þrír. Það trúa sumir að Newport turninn á Rhode Island sé partur eða byrjun á Kirkjubyggingu.
Valdimar Samúelsson, 19.2.2013 kl. 23:30
Meinti líka þakka fyrir skjót svör.
Valdimar Samúelsson, 19.2.2013 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.