17.4.2013 | 13:16
Afskræmt réttlæti
Menn geta rétt ímyndað sér þann sársauka og sorg sem barnaníðingar valda fjölskyldum sínum og það í jafnvel í nokkrar kynslóðir. Þessi mun þó líklega sleppa frá réttvísinni.
Hliðstætt mál hefur komið upp í öðru kauptúni úti á landi.
Ekki er gott að taka lögin í eigin hendur. En það er samt alveg óbærileg tilhugsun að þessir níðingar og aðrir slíkir þurfi ekki að gjalda gerða sinna fyrir dómstólum en það verði aðrir að gera miskunnarlaust sem sannarlega er hægt að kalla fórnarlömb þeirra.
Það er algjör afskræming á réttlætinu og engu samfélagi samboðið.
Ekki er hreinlega hægt að una því og fólk á að láta það sterklega í ljósi.
Geri þó ekki ráð fyrir að einn einasti starfandi lögmaður muni hafa orð á þessum vanda opinberlega.
Fyrir dómi lýsti hinn dæmdi yfir iðran. En ætli sá sem kærður hefur verið fyrir barnaníð áratugum saman af tveimur konum lýsi nokkurn tíma yfir iðran. Og ætli þeirri kæru verði ekki bara vísað frá af sama saksóknara og dró ekki af sér með að keyra þetta mál í gegn.
Sá sem öllu veldur sleppur. Þeir sem fyrir verða liggja í því.
Réttlæti þolenda í hnotskurn.
Hvað skyldu annars vera margar fjölskyldur og einstaklingar í landinu sem þjást vegna gamalla kynferðisbrota og aldrei hafa séð neins konar réttlæti og munu aldrei sjá? Svo er eins og megi ekki einu sinni nefna það. Afbrotafræðingar og lögfræðingar sem komu fram með fingurinn á lofti með að menn megi ekki taka lögin i eigin hendur, sem í sjálfu sér er rétt, horfa algerlega framhjá þessu atriði, þeim sársauka og því ranglæti, eins og það sé ekki til. Fyrir þeim er það heldur ekki til. Og með slíkum einhliða áherslum eru þessi fræðimenn á vissan hátt að taka sér stöðu gegn þolendum. Gera þá en ekki gerendurna að vörgum í véum í þjóðfélaginu. Með ásökunarfingurinn á lofti ef eitthvað ber útaf en þegja mest þunnu hljóði yfir gerendunum. Þegar þessir fræðimenn stigu fram var það beinlinis vegna sérstaks máls, þó ekki væri það nefnt, þegar fórnarlamb kynferðisofbeldis lamdi gerandann en ekki var það samt þetta tiltekna mál sem verið var að dæma í. En sömu fræðimenn hafa aldrei stigið fram vegna sérstaks kynferðisbrots. Þar er allt á almennum nótum. Þetta segir sína sögu um það hvað hreyfir við þeim.
Gerandi sem lagt hefur fjölskyldu sína í nokkra ættliði í rústir getur einfaldlega stigið fram og játað gerðir sínar án þess að eiga nokkuð á hættu gagnvart lögunum. En ef þolendurnir blaka við honum stendur ekki á því að þeir séu látnir finna fyrir því af fullum þunga og miskunnarleysi.
En þetta forðast fræðimennirnir og farísearnir að ræða. Og með þögninni styðja þeir ranglætið og viðhalda því.
Ranglætið í þessu dæmi felst auðvitað ekki í því að maður sé dæmdur fyrir líkamsárás, þó dómurinn sé ótrúlega harður miðað við aðstæður og ekki síst dóma í kynferðisbrotum gegn börnum, heldur felst ranglætið í því að þeir sem brotið hafa gegn börnum og skilja kannski eftir sig eyðingarslóð í fjölskyldum skuli komast upp með það eins og ekkert sé og sú mynd sé jafnvel af þeim dregin í dómstólum og fjölmiðlum að þeir séu í fórnarlömb sem hljóta skuli bætur þó fórnarlömb þeirra sjálfra megi bara éta það sem úti frýs.
Meðan kærurnar sem tvær konur hafa lagt fram á hendur eldri manninum um kynferðisbrot gegn þeim áratugum saman meðan þær voru börn eru ekki teknar til greina og mál höfðað gegn manninum er þessi dómur og allur málarekstrurinn hreint níðingsverk.
Dæmdur fyrir árás á Þórshöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006