Næst sólríkasti apríl í Reykjavík

Í gær var útlit fyrir að apríl sem var að líða yrði annað hvort þriðji eða annar sólríkasti apríl í Reykjavík.  Sólin skein svo í  13,8 klukkustundir í gær. Þar með urðu sólskinsstundirnar í mánuðinum 229,1.

Þetta er þá næst sólríkasti april sem mælst hefur í Reykjavík frá upphafi mælinga árið  1911. Metið er frá árinu 2000 þegar sólin skein í 242,3 stundr. Þriðji er april 1924 með 224,7 sólskinsstundir.

Meðalhitinn í Reykajvik er 1,9 stig í apríl eða eitt stig undir meðallagi. Frá 1901 hafa 30 mánuðir verið kaldari  eða næstum því fjórði hver mánuður. Á þessum tíma hafa fimm arpílmánuðir verið undir frostmarki, sá síðasti 1983.

Á Akureyri er meðalhitinn -0,4 stig eða 1,7 stig undir meðallagi. Þetta virðist ansi kalt en þó hafa einir 17 aprílmánuðir frá 1901 verið kaldari, sá síðasti 1988. 

Alhvítir dagar í Reykajvík voru tveir og tveir dagar voru flekkóttir af snjó. Á Akureyri voru alhvítir dagar taldir þrír! En allir hinir flekkóttir.

Á mestu snjóasvæðunum, á Tröllaskaga, norðausturlandi í sveitunum og í Steingrímsfirði var víða alhvítt eða því sem næst allan mánuðinn. Á Grímsstöðum á Fjöllum þar sem bætt hefur í snjóinn síðustu daga, en var ekkert óskaplegur lengir frameftir, er snjódýptin nú orðinn 75 cm og veit ég ekki annað en það sé snjódýptarmet þar fyrir maí. En snjódýptarmetið þar fyrir april var fjarri því að vera slegið. Langt er í að snjódýptarmertið á Mýri í Bárðardal sé slegið fyrir maí en þar er ekki djúpur snjór. Á Sauðanesvita gæti kannski líka verið met á ungri og óreyndri stöð í hretviðrum lífsins, 18 cm, en á Siglunesi voru reyndar 115 cm snjódýpt 1. maí 1989!

Við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum, einhverri mestu snjóasveit landsins, er snjódýptin nú 167 cm en maímetið er 176 cm frá 1. maí 1995.

Mest snjódýpt sem mælst hefur á landinu á hádegisdegi verkalýðins er 204 cm - já, rúmir tveir metrar- mælt á Gjögri árið 1990.

Og enginn kvartaði! 

Hvað eigum við annars að segja um þennan apríl? Í stuttu máli:  Hann gæti hafa verið verri. 

Miklu verri! 

 


mbl.is Þriðji mesti sólskinsapríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband