Létt og leikandi

Já, auðvitað kom vorið létt og leikandi eins og músik eftir Mozart. Þess var líka algjörlega að vænta þrátt fyrir það að sumir töluðu eins og ekkert myndi vora þetta árið í einhverjum mesta veðurbarlómi og eymdarsöng sem heyrst hefur á landinu frá því í Sögum úr Skaftáreldi eftir Jón Trausta.

Í dag komst hitinn í 10,5 stig í Reykjavík í glaða sólskini sem er nokkuð gott eftir árstíma en fyrir austan fjall og í Hvalfirði voru 13,1 stig.

En ballið er bara rétt að byrja. Í maí hlýnar venjulega ansi skarpt og við erum ekki nærri komin að skemmtilegasta og heitasta partinum. 

Bráðlega verður snjórinn í Fljótum bara wagnerísk martraðarminning úr Niflheimum en raunveruleikinn verður endalaus mozartsæla undir flippuðum góðviðrihimni með ívafi af Bítlunum: Lucy in the sky with diamonds.   

Fylgiskjalið ætlar ekki að láta það æsilega vorblót framhjá sér fara! 

The times they are a-changin'. 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já vorið er komið. Ég sá úr vinnunni í dag myndarlegt bólstraský í norðaustri sem leit út eins og ekta blómkálshöfuð. Það hefur sennilega myndast í hitauppstreyminu í Hvalfjarðarbotni en um tíma hvarflaði jafnvel að mér að þetta væri gosbólstur innan úr hálendi. Fullt hús veðurstiga fær þessi dagur hjá mér.

Emil Hannes Valgeirsson, 8.5.2013 kl. 23:35

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, fullt hús bara! Vel af sér vikið af þessum degi! Í mínum daglega göngutúr var ég í fyrsta sinn í vorfötunum og fann í fyrsta sinn ekta vorstemningu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2013 kl. 01:35

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það var annars verulega óvænt og skemmtilegt af Haraldi Ólafssyni í veðurfréttum RUV  að líkja veðrinu í dag við Mozart!

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2013 kl. 13:25

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já það var það. Bítlarnir koma líka sterkir inn - og Dylan.

Emil Hannes Valgeirsson, 9.5.2013 kl. 14:25

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og Stravinsky!

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2013 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband