10.5.2013 | 16:46
Mannaðar veðurstöðvar
Sem vesæll veðuráhugamaður er ég sammála því að net mannaðra veðurstöðva sé orðið of gisið þó þær sjálfvirku séu þarfaþing og mætti fjölga fremur en fækka.
Það er sárt að horfa á eftir mönnuðum stöðvum sem athugað hafa í áratugi, hátt upp í heila öld, eins og Stórhöfða, Lambavatni, Hæli, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustri. Ekki bætir úr skák þegar sjálfvirkar stöðvar sem eiga að vera ígildi þeirra mönnuðu sem hverfa eru alls ekki á sama stað eins og raunin er um Árnes (fyrir Hæl) og Stjórnarsand (fyrir Klaustur) að ógleymdri þessari hörmung við Mývatn.
Allra verst er þó þegar langtíma mannaðar stöðvar eru lagðar niður en ekkert kemur í staðinn eins og raunin er um Norðurhjáleigu (þar á undan Mýrar í Álftaveri) og kannski Vík í Mýrdal. Maður er svo dauðhræddur um sama verði uppi á teningnum með Stafholtsey og allt undirlendi Borgarfjarðar verði þá án veðurathugunarstöðvar.
Til fróðleiks og nostalgíu ætla ég telja upp þær mönnuðu stöðvar fyrir almennar athuganir sem voru við líði þegar ég byrjaði að fylgjast með veðri 1967 eða einhverjum árum seinna en eru nú aflagðar og ekki hafa fengið mannaðan staðgengil í grenndinni og sumar ekki heldur sjálfvirkan, skeytastöðvar eru með svartletri: Elliðaárstöð, Hólmur, Víðistaðir, Straumsvík, Mógilsá, Akranes, Hvanneyri, Andakílsárvirkjun, Fitjar í Skorradal, Síðumúli (kannski er Stafholtsey gild sem staðgengill), Haukatunga, Arnarstapi, Hamraendar í Dölum, Búðardalur (hugsanlega er Ásgarður einhvers konar staðgengill), Reykhólar, Flatey á Breiðafirði, Lambavatn á Rauðasandi, Kvígindisdalur, Suðureyri, Æðey, Hornbjargsviti, Hrútafjörður, Barkarstaðir í Miðfirði, Blönduós, Hraun á Skaga, Nautabú, Grímsey, Torfufell í Eyjafjarðardal, Reykjahlíð við Mývatn, Sandur í Aðaladal, Staðarhóll, Húsavík, Garður í Kelduhverfi, Raufarhöfn, Skoruvík á Langanesi, Þorvaldsstaðir í Bakkafirði, Brú á Jökuldal, Hof í Vopnafirði, Dratthalastaðir, Egilsstaðir, Hallormsstaður, Skriðulaustur, Neskaupstaður, Kollaleira (mér skilst að veðurathugunarmaðurinn þar hafi hröklast burt vegna ofstækis virkjanasinna), Kambanes, Papey, Fagurhólsmýri, Kirkjubæjarklaustur, Vík í Mýrdal, Stórhöfði, Sámsstaðir, Hella, Hæll, Búrfell, Jaðar, Þingvellir, Reykir við Hveragerði, Reykjanesviti, Hveravellir.
Kannski gleymi ég einhverjum stöðvum eða yfirsést eitthvað.
Ekki veit ég alveg ástæðuna fyrir þessum gífurlegu breytingum. Ýmsar þjóðfélagsbreytingar spila þar inn í og eflaust fjárhgsástæður.
Ekki á ég von á því að tilvonandi ríkisstjórn muni sýna þörfum Veðurstofunnar mikinn skilning. Fremur má búast við að hún skeri niður um allan helming og vilji helst einkavæða allt draslið.
Einkavæðing veðurathugana og veðurupplýsinga væri það versta sem fyrir gæti komið. Tala nú ekki um ef aðgangur að veðurupplsingunum yrði þá seldur dýrum dómum.
Í lokin tek ég fram að frá 1. maí er sú breyting gerð á mánaðarveðurvaktinni hér á Allra veðra von að Hveravellir er flokkuð sem hálendisstöð en hefur áður verið höfð meðal byggðastöðva.
En ég býst varla við að þessi breyting eigi eftir að halda vöku fyrir mörgum!
Viðbót 12.5.: Nú á hádegi hafa engar upplýsingar borist frá Kirkjubæjarklaustri-Stjórnarsandi síðan kl. 4 í nótt. Þegar það gerist að ekkert kemur frá sjálfvirku stöðvunum varar það stundum vikum saman. Þetta er eitt af því óhagræði, eitt af mörgum, sem fylgir því að leggja niður mannaðar veðurstöðvar.Svo er það einkennilegt að jörð hefur verið talin alhvít á Stórthöfða í Vestmannaeyjum nú í margra morgna í röð.
Net mannaðra veðurstöðva of gisið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 13.5.2013 kl. 13:46 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Má kannski bara spyrja þegar maður les aftökulistann. Er ekki eins gott að leggja Veðurstofuna niður!
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.5.2013 kl. 17:04
Fagridalur og Strandhöfn í Vopnafirði. Man ekki eftir Hofi sem veðurathugunarstöð þar.
Áslaug (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 21:46
Gleymdi Strandhöfn en Fagridalur var fyrir mína tíð. Náði í endan á Hofi sem seinna var flutt á Þorbrandsstaði en þær stöðvar sendu ekki skeyti. Gleymdi líka Seyðisfirði.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.5.2013 kl. 23:59
Var Heiðarbær í Þingvallasveit ekki mönnuð stöð? Man eftir veðurskeyti þaðan um að þar væri stórsjór.
Emil Hannes Valgeirsson, 11.5.2013 kl. 00:58
Heiðabær kom í stað Þingvalla sem ég tel upp en ég mundi ekki eftir Heiðabæ. Þar var kalt og leiðinlegt. Þegar veðurstofan færir stöðvar er það yfirleitt yfir á kaldari stað! Þetta endar með því að öll meðaltöl yfir landið lækka heila glás frá því sem áður var þrátt fyrir hin ógurlegu gróðurhúsaáhrif!
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.5.2013 kl. 11:55
Það var samt oftar gráð á Heiðabæ því bóndinn réri svo oft fram í gráðið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.5.2013 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.