Vorið lætur á sér standa í Reykjavík en blómstrar á Akureyri!

Það sem af er wundershönen Monat Mai als alle Knospen sprangen er meðalhitnn á Akureyri næstum því hálft stig yfir meðallagi en næstum því heilt stig undir því í Reykjavík! 

Reykvíkingar eru því orðnir æði langeygðir eftir vorinu og öfunda óskaplega Akureyringa af blessaðri vorblíðunni.

Ef þið trúið mér ekki skulið þið bara kíkja á fylgiskjalið. 

Ekki lýgur það!

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er ekki að spyrja að bongóblíðunni og vorvindunum glöðu á Akureyri.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.5.2013 kl. 16:27

2 identicon

Góðan daginn. Það er ágætt að Reykvíkingar öfundi Akureyringa yfir blíðunni. Þó hefur verið hlýrra í Reykjavík þessa fyrstu daga maímánaðar.  Spurning hvort Reykvíkingar séu ekki að verða óeðlilega kröfuharðar hvað veður varðar. Getur ekki verið að 10 síðustu sumar séu samanlagt þau bestu þar um slóðir sl 500 ár.

Varðandi t.a.m. maí hitann þá var munurinn á milli Reykjavíkur og Akureyrar 0,6 gráður 1931-60 og 0,8 gráður á kuldaskeiðinu 1961-90. Síðan er munurinn 1,2 gráður 2001-10 og enn meiri 2003-12 eða 1,3 gráður. Hvað er að gerast? Munurinn er að aukast og reyndar eru maímanuðir á Akureyri sl 10 ár álíka kaldir og 1961-90 sem oft hefur verið kallað kuldatímabil.

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 10:43

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessa fræslu ber nú að taka hóflega alvarlega. Hún er fyrst og fremst góðlátlegt skens af því að meira hefur verið kartað um kulda fyrir norðan en fyrir sunnan. En svona var samt staðan - miðað við meðallag - þegar hún var skrifuð. Meðallagið í Reykjavík er hlýrra en á Akureyri og þess vegna var í rauninni hlýrra þar en á Akureyri en ekki miðað við meðallag á báðum stöðum. En það sem þú bendir á með maíhitann er rétt og athyglisvert. Það gildir þó alls ekki um alla mánuði. Allir mánuðir síðustu tíu ár eru hlýrri en 1961-90 en mismikið, sumir mjög mikið hlýrri. Hvað varðar 1931-60 eru í Reykajvík allir mánuðir hlýrri síðustu 10 ár en þá, mismikið, nema okt og nóv en des jafn. Á Akureyri eru allir mánuðir hlýrri nú en þá nema okt-des og svo maí sem er tiltölulega kaldastur. Á landinu eru allir mánuðir síðustu tíu ár hlýrri en 1961-90 og allir hlýrri en 1931-60 nema sömu mánuðir og á Akureyri  að undanteknum des sem er jafn og 1931-60. Þess má hér endilega geta að sumrin á Akureyri eru síðustu 10 ár hálfu stigi hlýrri en 1931-60 (heilt stig yfir 61-90) en 0,6 í Reykjavík (1,4 yfir 61-90) og 0,5 á landinu (1,3 yfir 61-90). Nefni þetta því stundum er talað þannig eins og norðlendingar hafi undanfarið búið við léleg sumur. Ég hef svo trú á því að okt eigi eftir að taka vel við sér en hann er sá mánuður sem minnst hafa hlýnað miðað við 61-90 og maí fyrir norðan eigi líka eftir að taka við sér. - Nema fari í stað þess að kólna upp úr öllu valdi!

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.5.2013 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband