21.5.2013 | 19:14
Vor eða ekki vor
Þegar tveir þriðju af maí er liðinn er meðalhitinn í Reykjavík 0,4 stig undir meðallagi. Það er nú varla neitt til að tala um í mæðutón. Þó eru menn í Reykjavík einmitt með hann sums staðar á netinu. Í fyrra var kaldara en núna þegar 20 dagar voru liðnir af maí.
Á Akureyri er meðalahitinn 0,3 stig YFIR meðallagi. Hitinn er líklega yfir meðallagi eða nálægt því víðast hvar á norður og austurlandi, jafnvel í Grímsey og á Raufarhöfn, en tiltölulega kaldara í sumum sveitum langt frá sjó.
Þetta er meðallagið 1961-1990 sem er hin opinbera og alþjóðlega viðmiðun. Ef hins vegar er tekin aðeins þessi öld er meðalahitinn á landinu all nokkuð undir meðallagi. En það er kannski ekki hægt að miða allt við þessi hlýju ár.
Snjó er nú að taka upp þar sem hann var fyrir sem var reyndar ekki víða á láglendi. Aðeins er nú talið alhvítt á einni stöð, Skeiðsfossi í Fljótum, þar sem mestur snjór hefur einmitt verið. Í morgun var snjódýptin þar 50 cm og hefur minnkað um hálfan metra á einni viku.
Í ágætu samtali við bónda í Fljótunum í Landanum nýverið sagði bóndinn að miklu meiri snjór hafi til dæmis verið 1995 og 1989. Bæði þau ár var mars miklu kaldari en nú en apríl var svipaður.
Ekki er þetta samt gott ástand núna þar sem snjórinn hefur verið mestur. En mér finnst samt almennt allt of mikið gert úr því að nú séu einhver sérstök vorharðindi á landinu. Jafnvel einhverjar hamfarir.
Það sem veldur þessari tilfinnningu held ég að sé fyrst og fremst fréttir fjölmiðla sem eru ekki í jafnvægi en einblína á verstu svæðin og gera þar jafnvel meira úr en efni standa til. Það er til dæmis sláandi að snjóruðningar eru myndaðir grimmt til að sýna fram á fannfergið en einstaka sinnum sjást yfirlitsmyndir þar sem glögglega má sjá að snjórinn almennt er auðvitað ekki jafn mikill og snjóruðningarnir, meira og minna búnir til af mannavöldum, gefa tilefni til að halda.
Ef ekki væri þessi snjór á hluta landsins myndi engum detta í hug að tala um að vorið léti á sér standa svo nokkru verulegu næmi. Mönnum fyndist allt i lagi með þessa vorkomu.Og snjóalögin sem slík á sumum svæðum er sérstakur kapítuli sem hér verður ekki farið út í. En þau eru ekki teikn um raunveruleg harðindi eins og hafa stundum komið að vetri og vorlagi á Íslandi. Það var reyndar alhvít jörð ansi lengi fyrir norðan, alveg frá nóvember, en sá snjór er einfaldlega horfinn á flestum stöðum, til dæmis á Akureyri.
Annað sem gæti valdið tilfinningu manna fyrir löngum og hörðum vetri og seinkuðu vori er það að háveturinn var einstaklega mildur, mars svo aftur kaldari en samt yfir meðallagi, en apríl tiltölulega fremur kaldur, en ekki neitt meira en það, bara fremur kaldur, en alls ekki afar kaldur.
Og svo er eitt í viðbót. Þó allt lulli þetta allra síðustu vikur kringum meðallagið þá vantar afgerandi hlýja daga, ekki síst syðra, svo sem 13-15 stiga hita eða meira í sól. En fyrir norðan hafa slíkir dagar verið að koma undanfarið. Það er einmitt þegar slíkir dagar fara að koma í maí sem manni finnst að vorið sé nú komið. Æði oft er þó skortur á slíkum dögum í maí.
En við erum lánsöm að búa ekki við fellibylji og skýstrokka!
Og mikið var gaman að heyra í Elínu Björk Jónasdóttur í Speglinum að tala um skýstrokka. Afhverju er ekki oftar talað við hana?
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 29.5.2013 kl. 00:33 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.