Júlí byrjar illa

Ekki er hægt að segja að júlí byrji annað en illa. Og það alls staðar á landinu. Þetta er stórt skref niður á við í veðurgæðum almennt á landinu frá því í júní. 

Samt hafa verið þrír góðir sólardagar síðustu sex daga i Reykjavík!

Spáð er hlýrra veðri. 

Nú er hásumar og þess vegna getur verið að einhver lausung verði á blogginu og fylgikskjalinu á næstunni eins og verið hefur síðustu viku.

Í fylgiskjalið er kominn enn nýr dálkur, lengst til hægri á blaði 1, er sýnir meðaltal mesta hámarkshita á landinu viðkomandi dag frá 1949.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Spáð er hlýrra veðri."?!

Þetta er einfaldlega rangt Sigurður Þór. Samkvæmt langtímaspá http://weatherspark.com fyrir Reykjavík, 10.- 17. júlí, er áframhaldandi kalsarok og rigning í kortunum.

Vek jafnframt athygli á að meðalhiti mars - júlíbyrjun 2013 mælist töluvert undir meðalhita 2001 - 2012.

Ég hef ítrekað spurt Trausta Jónsson, spámann, að því hvað hefur eiginlega orðið um "óðahlýnunina" margboðuðu á Veðurstofu Íslands en ekki fengið nein svör. . . ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 11:12

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ísland er nú ekki bara Reykjavík. Það var alls staðar mjög svalt á landinu það sem af er júlí þar til í gær, varla að hitinn nokkurs staðar næði 16 stigum. En í gær var yfir 20 stig á nokkrum stöðvum fyrir austan og meðalhiti flestra stöðva fyrir síðasta sólarhring hefur tekið mikinn kipp upp á við. Þannig verður það líklega víða a.m.k. næstu daga, það sem sést með sæmilegu öryggi. Það var spáð hlýnandi veðri þegar orð mín voru skrifuð og það hefur eftir gengið. Það eru blákaldar eða öllu heldur fremur hlýjar staðreyndir. En það er rétt að meðalhiti landsins mars-júní er um 0,9 stig undir meðalhita þeirra mánaða 2001-12. Júní sjálfur var þó vel yfir þessu meðaltali. En hvað með það? Á það að merkja eitthvað sérstakt að þrír mánuðir í röð séu undir meðaltali 12 ára sem hafa verið einhver þau hlýjustu sem um getur? Kannski er þessi niðursveifla meira að segja búin frá og með júní sem var hlýr mánuður í heild á landinu þó ekki tækist honum að koma meðaltali fjögurra mánaða upp fyrir þetta hlýja meðaltal en hins vegar nokkuð yfir t.d. meðaltalinu 1971-2000. En þetta veit enginn enn. En hvað með það annars þó þetta sumar í heild yrði í svalara og blautara lagi miðað við síðustu 12 ár og jafnvel síðustu 30 ár? Það er hreinlega óraunhæft, ef ekki tóm della, að ætlast til þess sem margir virðast þó nú gera, að þau frábæru sumur sem ríkt hafa að mestu leyti þessa öld, að miklu leyti um allt land, séu bara það norm sem eðlilegast sé að miðað við áfram ár eftir ár og ástæða sé til að gera eitthvað sérstakt veður út af því þó út af bregði, sem reyndar hefur ekki gerst enn ef miðað er við miðalhita á landinu, nema þá fáa daga. Ekki þarf ég að svara fyrir aðra en þegar þetta ár er skoðað, sem er hálfnað, sést að meðalhitinn á landinu er um 0,2 stig YFIR meðalhita áranna 2001-12 en 1,2 stig yfir meðaltali áranna 1971-2000 og líka hinu gildandi meðaltal 1961-1990. Það sem þú kallar óðahlýnun er því enn á fullu blúsi. Gleðstu yfir því og gakktu vongóður framhaldinu á hönd! Brosandi með sól í hjarta og æðruleysi í huga!

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.7.2013 kl. 13:43

3 identicon

Það vantar ekki brjóstbirtuna hjá þér Sigurður Þór :)

Vinsamlegast athugaðu að óðahlýnunarandaktin þín á sér ekki stoð í raunveruleikanum.

Hér (sem annars staðar í heiminum) hefur ekkert (EKKERT, svo ritháttur þinn sé notaður) hlýnað sl. 15 ár og samkvæmt glænýrri breytingu bresku veðurstofunnar á spálíkönum mun ekkert hlýna fram til a.m.k. 2017.

Ef eitthvað er þá er byrjað að kólna og nú er reyndar byrjað að ræða möguleika á ný kuldaskeiði (KULDASKEIÐI, skilurðu?).

Vinsamlegast athugaðu líka að ég er ekki að "ætlast" til eins eða neins hvað íslenskt veðurfar varðar - en ósköp þætti mér nú vænt um að þú og kolefnisklerkarnir þínir á Veðurstofu Íslands kæmu nú niður úr háloftunum og horfðust í augu við raunveruleikann. Það er að kólna (KÓLNA) í heiminum. . . ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 14:41

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég var ekki að tala um hvort hafi hlýnað eða ekki síðustu 15 árin. Ég var hins vegar að verja orð mín um það að spáð hafi verið hlýanndi veðri. Það var gert og það hefur gengið eftir, am.k. í bili.  Samþykkti líka að mars-júní er undir meðalhita á þessari öld en ekki allra mánaðanna sem liðnir eru af árinu. Hugtakið óðahlýnun er ekki mín smíð. En ef það orð á að gilda um síðustu 12 ár, sem hafa verið mjög hlý, er ekki hægt að segja  annað en að hún standi enn hér á landi í júnílok hvað sem síðar verður  og hvað sem líður hlýnun eða kólnun í heiminum síðustu 15 ár. Þetta eru staðreyndirnar. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.7.2013 kl. 16:27

5 identicon

Ég tek spádómum Veðurstofu Íslands um hlýnandi veður með fullri varúð SÞG og bendi í því sambandi á langtímaspá http://weatherspark.com fyrir Reykjavík, 10.- 17. júlí.

Hugtakið "óðahlýnun" kemur úr smiðju kolefnisklerka Veðurstofu Íslands. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að nota það um kyrrstöðuna í hnatthita sl. 15 ára.

Hitastig sem stendur í stað er ekki að stíga. Það er ekki að hlýna á jörðinni og þ.a.l. stenst hugtakanotkun spámanna Veðurstofu Íslands ekki frekar en annar boðskapur þeirra um framtíðarveðurfar á Íslandi. :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband