28.11.2013 | 17:03
Fylgiskjalið komið inn
Fylgiskjalið sem er burðarás þessa veðurbloggs hefur ekki virkjast i nokkra daga og er ekki enn séð fyrir endann á þeim vandræðum en mér tókst þó að setja það inn áðan.
Fylgiskjalið sýnir daglegan gang ýmissa veðurþátta fyrir Reykjavík og landið á blaði 1 en fyrir Akureyri á blaði 2.
Vek sérsaka athygli á dægurhitameti fyrir landið í fyrradag. Þá mældust á kvikasilfursmnælinn á Dalatanga 19,0 stig rétt eftir kl. 18 (sem eftir reglum Veðurstofunnar eru skráðar á þ. 27, en anarkistinn Nimbus virðir engar reglur) en 20,2 á sjálfvirka hitamælinum. En það er yfirlýst stefna Nimbusar að taka aðeins mark á kvikasilfursmælingum á þeim veðurstöðvum sem mæla hita bæði með kvikasilfursmæli og sjálfvirkum.
Rétt einu sinni kemur nú ekki upp síðan á vef Veðurstofunnar með upplýsingum um mannaðar veðurstöðvar á þriggja tíma fresti með ýmsum krækjum líka á sjálfvirkar stöðvar. En frá þeim mönnuðu sjást þarna upplýsingar um mælingar á þriggja tíma fresti og hámarks og lágmarksmælingar á hita og mælda úrkomu. Margar eyður eru í töflunum vegna þess að búið er að leggja margar mannaðar stöðvar niður. En allmargar eru enn við lýði.
Mér finnst óskiljanlegt að þessar upplýsingar um mannaðar stöðvar eftir spásvæðum, sem eru reyndar á gamla vefnum séu ekki uppfærðar og settar með pompi og pragt á þann nýja þar sem auðvelt yrði að ganga að honum. Þess í stað húkir hann ár eftir ár á gamla vef Veðurstofunnar og dettur alltaf út annað kastið.
Þetta minnir reyndar á það að mér finnst ýmsu á vef Veðurstofunnar vera að hraka. En ég nenni ekki að gera frekari grein fyrir því að sinni.
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 6.12.2013 kl. 10:50 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Gamli vefur Veðurstofunnar hefur nú endanlega verið sleginn af - eftir 6 ára tilveru í bakherbergjum. Allir tenglar þar sem nafnið /andvari/ kemur fyrir eru nú endanlega óvirkir - og koma ekki aftur. Áhugasamir geta athugað tengla sína og séð hvort einhver þeirra er þar með dauður - eða ekki.
Trausti Jónsson, 28.11.2013 kl. 17:41
En eftir stendur þá það að koma einhvers staðar að upplýsingum frá mönnuðu stöðvunum. Það er t.d. ekki hægt að sjá hámarks og lágmarksmælingar hverrar stöðvar fyrir sig neins staðar svo ég viti. Ég verð að nota rússneskan vef til að sjá þær mælingar frá Akureyri.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.11.2013 kl. 18:24
Það ætti nú t.d. að vera hægt að koma hámarks-og lágmarksmælingum þarna inn fyrir mannaðar stöðvar. http://www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/faxafloi/#group=20&station=108
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.11.2013 kl. 18:40
En best væri að allar stöðvarnar væru á sama stað svo það tæki ekki allan daginn að tékka á þeim, eina stöð í einu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.11.2013 kl. 18:41
Veðurstofa Íslands kærir sig eðlilega ekki um að almenningur geti fylgst með kólnunni á landinu í beinni ;)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 18:50
Sjálfvirku stöðvarnar, sem eru miklu fleiri en þær mönnuðu, má segja að séu í beinni, koma á hverri klukkustund, en það voru þær mönnuðu aldrei, bara á þriggja tíma fresti og sumar sjaldnar. En þær þyrftu satm endilega að vera aðgengilar, helst allar á sama skjali.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.11.2013 kl. 19:08
Sammála því að það er frekar leiðinlegt að missa þessar upplýsingar og að best væri að hafa þetta allt í einu skjali. Best væri auðvitað ef hægt væri að setja þetta inn á brunnur.vedur.is. Þar er einmitt fullt af allskonar spennandi upplýsingum, oft frekar "hráum", og ekki endilega verið að huga að fallegri framsetningu (slíkt væri væntanlega alltof mikil vinna).
Hver er aftur þessi rússneski vefur þar sem hámark/lágmrk á Akureyri sést?
Svo er eitthvað af veðurupplýsingum hjá Datamarket, man þó ekki nákvæmlega hvað...
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 16:27
Já, auðvitað ætti þetta á vera á brunninum. Hér er vísun á rússneska vefinn og þar er hægt að finna Akureyri. Því miður er búið að taka burtu upplýsingar um gömul veðurmet víðs vegar um heiminn, nema í Rússlandi og fyrrum Sovétríkjum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2013 kl. 19:04
Þeim hefur líklega verið bannað að birta þessar gömlu upplýsingar! Þar var t.d. hægt að sjá mesta og minnsta hita sem mælst hefur t.d. í New York frá 1800 og eitthvað.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2013 kl. 19:05
Hvern dag ársins sem sagt í New York. Af þessum vef fékk ég reyndar hugmyndina um fylgkiskjalið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2013 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.