Það fréttnæmasta um nýliðin janúar

Það er ekki sérlega fréttnæmt að alhvítt hafi verið á Akureyri allan mánuðinn eins og segir þarna í fyrirsögn fréttarinnar. Það gerist næstum því fjórða hvern janúar. Fréttnæmara er að þetta mun vera tíundi hlýjasti janúar á landinu en sá næst hlýjasti við Berufjörð á austfjörðum þar sem mælt hefur verið frá 1873. En allra fréttnæmast er þó það, miðað við óvenjuleika, að þetta er eini janúar síðan mælingar hófust þar sem ekki hefur mælst frost á íslenskri veðurstöð. Á Vattarnesi fór hiti aldrei lægra en í 0,4 stig og 0,0 stig í Seley.

Ýmislegt er reyndar óvenjulegt við þennan janúarmánuð eins og hér má lesa. 

Af sérstökum ástæðum hef ég ekki getað sinnt fylgiskjalinu um tíma. En nú er það komið. Það birtir ýmsar veður upplýsingar hvers dags fyrir Reykjavík (blað1) , Akureyri (blað 2) og landið (blað 1) . Hægt er að sjá janúar með því að skrolla upp skjalið. 

 


mbl.is Alhvít jörð á Akureyri allan janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband