Metkuldar

Í nótt mældist mikið frost á landinu. Á Neslandatanga við Mývatn fór það niður í -28,2 stig. Það mun vera dægurmet fyrir kulda fyrir 18. febrúar á landinu! Gamla metið var aðeins -20,2 stig og var mælt í Reykjahlíð við Mývatn árið 1966. Dagurinn stóð óneitanlega vel við höggi með sitt hæsta dagslágmark fyrir allan mánuðinn! Mesti kuldi sem mælst hefur í öllum febrúar á landinu er -30,7 stig hinn 4. árið 1980 í Möðrudal.  

Í Möðrudal mældist í nótt -26,1 stig, -25,6 í Svartárkoti, -21,8 á Brú á Jökuldal og -20,8 á Staðarhóli í Aðaldal.

Kaldast varð í byggð en ekki á fjöllum. Kaldast á fjöllum var -27,6 stig á Brúarjökli, -27,3 stig við Kárahnjúka og -26,9 við Upptyppinga.

Allt eru þetta sjálfvirkar stöðvar.  Ekki hafa enn komið upplýsingar frá mönnuðu stöðvunum en það er eitt af framafaraskrefum Veðurstofunnar að taka hitaupplýsingar frá þeim út af almenna vef sínum en þó eru opnar leynileiðir þangað daginn eftir viðkomandi dag. Á sjálfvirku stöðinni á Grímsstöðum á Fjöllum, þar sem líka er kuldavænasta mannaða stöðin, varð frostið reyndar ''aðeins'' -17,1 stig. 

Viðbót 19.2.: Í nótt bættu kuldarnir um betur. Frostið fór í -28,9 stig í Svartárkoti. Það er líka dagshitamet í kulda á landinu fyrir 19. febrúar. Gamla metið var -24,0 stig á Grímsstöðum 1911. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakkir fyrir þessar athyglisverðu upplýsingar Sigurður Þór.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband