21.2.2014 | 11:24
Hvað með íbúa í nágrenninu
Fyrir íbúa í grennd við Höfðatorg hefur verið sífellt ónæði með hléum frá Höfðatorgsreitnum frá 2006. Það hefur ekki bara verið frá sprengingum heldur ekki síður frá höggfleygum sem halda áfram klukkustundum saman. Og glamri frá stórgrýti og vélum og dyn frá þungum flutningabílum.
Ekki hefur verið hægt að hafa opna glugga í húsum í nágrenninu meðan verið er að vinna. Erfitt er að hlusta á útvarp eða sjónvarp eða á tónlist, jafnvel í heyrnartólum því hljóðin þröngva sér alls staðar inn. Ekki er með góðu móti hægt að taka á móti gestum því það er varla hægt að tala saman. Auk þess hefur svo mikið ryk safnast á glugga að stórverk verður að þrífa þá. En kannski að verktakinn gangi nú í það að leikslokum! Svona hefur þetta verið meira og minna árum saman með hléum. Þegar turninn alræmdi var í byggingu og engar rúður voru í honum en bara plast í heilan vetur ýlfraði og gólaði allan sólarhringinn í eyrun á fólki sem bjó í nágrenninu. Sagan mun kannski endurtaka sig með þá turna sem nú á að byggja. Þegar fleygurinn er í gangi er ekki eins og hávaðinn berist utan að heldur er eins og verið sé að berja veggina í húsunum að innan. Fyrir jólin barst bréf í húsin frá verktakanum þar sem gefin voru fyrirheit um að vinnu við fleyg lyki fyrir jólin. En hann er enn að með hléum og stundum aldrei verið verrri.
Reyndar eru þetta ekki einu framkvæmdirnar í nágrenninu og ekki alltaf auðvelt að greina á milli þeirra hvað ónæði varðar. Um tíma voru framkvæmdir á þremur stöðum í einu í fárra metra fjarlægð frá hver öðrum. Það vekur upp umhugsun um það hvað þeir eru að hugsa sem gefa leyfi fyrir svona framkvæmdum milli fjölmennra íbúðarhúsa á sama tíma á nánast sama bletti. Tilfinningaleysið fyrir íbúum sem hafa ekki að öðru að hverfa en heimilum sinum virðist vera algjört.
Þetta tilfinningaleysi fyrir íbúum kemur lika fram í þessri frétt. Hvergi er minnst á íbúða í íbúðarhúsum þó fjölmargar blokkir séu alveg við í Bríetartúni og í Ásholti auk smærri húsa í Túnunum. Hins vegar er talað um þá sem vinna í nærliggjandi húsum.
Í fréttinni segir að fólk hafi tekið þesum framkvæmdum vel. Ég efast um að svo sé. Ég held að þetta leggist einmitt mjög þungt á íbúa en kannski mismikið eins og gengur. Þetta byggi ég á samtökum við íbúa. Alveg í eldlínunni er sambýli fyrir geðfatlaða á vegum Reykjavíkurborgar. (Lóðin þar hefur reyndar fyllst af byggingarvörum frá annarri húsbyggingu við Laugaveg, hinum megin við! Verktakar valta yfir allt). En fólk veit að það þýðir ekkert að kvarta. Það breytir engu. Framkvæmdirnar halda bara áfram eins og ekkert hafi ískorist. Það er sá veruleiki sem íbúar borgarinanr búa við hvort sem er við Höfðatorg, Hampiðjureitinn eða Lýsisreitinn. Þeir eru að öllu leyti varnarlausir og réttlausir gagnvart risaframkvæmdum svo að segja inni í görðunum hjá þeim.
Heyrst hefur að þegar byggt verður enn nær íbúðarblokkunum en hótelið þó er verði atgangurinn svo mikill að flytja þurfi burtu fólk í þeim húsum sem næst liggja. Þetta sagði starfsmaður á svæðinu í mín eyru í sumar. Ekki veit ég hvað hann hefur fyrir sér í þessu. En þetta er hrolvekjandi ef rétt reynist. Það verða þá nauðingarflutningar. Og hvar á þá fólkið að búa og hver á að sjá um flutningana? Og flutningar reyna mikið á fólk. Vonandi er þetta einfaldlega ekki rétt. En við þessar aðstæður ætti að upplýsa íbúa í grennd við framkvæmdirnar í tíma nákvæmlega um það sem þeir geti átt von á svo þeir lifi ekki í ugg og kvíða. En geðslegar verða hamfarirnar fyrir íbúana þó þeir verði áfram ef framkvædirnar færast enn nær og svo að segja inn í stofu hjá fólki.
Í fréttinni er boðað að Morgunblaðið muni fylgjast áfram með framkvæmdunum á Höfatorgi eins og það hefur gert um hríð.
En hvernig væri að blaðið fylgdist líka með íbúunum í nágrenninu? Koma þegar atgangurin er mestur og beina athyglinni að þeim sem neyddir eru til að búa við hann með hléum í heilan áratug.
Framkvæmdir hófust við langa húsið við Höfðatorg með tilheyrandi neðanjarðargöngum kringum árið 2006 en verklok á reitnum eru áætluð 2016.
Í sannleika sagt hafa framkvæmdirnar við Höfðatorg breytt þessu áður friðsæla svæði í langdregna martröð fyrir íbúana.
Skiptir fólk á heimilum sínum engan neinu máli í þessari borg? Eru það bara verktakar og hótel sem máli skipta?
Lítið má út af bregða á Höfðatorgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.