23.4.2014 | 20:15
Hlýindi
Það hefur víst ekki farið framhjá hinum vorþyrstu að hlýtt hefur verið á landinu í gær og í dag. Í gær komst hitinn mest í 18,1 stig í Skaftafelli en í dag 16,3 á Húsafelli. Ekki eru þetta þó dagsmet, hvað þá mánaðarmet. Hiti hefur nokkrum sinnum komist yfir 20 stig á landinu í apríl og það svo snemma sem þann þriðja.
Slkilyrði hafa verið í háloftunum fyrir um 17 stiga hita eða jafnvel meira á Reykjavíkurvæðinu og víðar en ekki hefur það skilað sér til jarðar. En þetta er sá hiti sem við bíðum eftir hér í Reykjavk að fari að koma í apríl. Mesti hiti sem mælst hefur í Reykjavík í apríl eru snautleg 15,2 stig. þ. 29. árið 1942. En talsvert meiri hiti hefur mælst víða á suður og vesturlandi. En tuttugu stiga hiti hefur aldrei mælst í apríl nema austan til á landinu á nokkrum stöðum. Í dag fór hitinn í Reykjavik í 13,1 stig og 11,1 í gær en á Akureyri komst hitinn í dag í 14, 5 stig en 13,5 í gær. Mesti hiti sem mælst hefur í Reykjavík á sumardaginn fyrsta er 13,5 stig.
Þó engin met hafi hafi verið slegin er þetta svo mikill hiti að hann mun ekki standa nema í fáa daga. Meðaltal hámarkshita í Reykjavík 23. apríl. nær ekki sjö stigum. Í Reykjavík er það ekki fyrr en um 20. maí sem hámarkshiti að staðaldri nær tíu stigum að meðaltali hvern dag og það stendur fram undir 20. september. Það er hins vegar mjög um þetta leyti, kringum sumardagin fyrsta, sem hámarkshiti á landinu að staðaldri nær 10 stigum og stendur fram í miðjan október. En auðvitað geta hlýir dagar komið og farið snemma vors og á haustin.
Meðalhiti þessa mánaðar er tvö stig yfir meðallagi í Reykjavík en tvö og hálft á Akureyri, miðað við 1961-1990, en rúmlega eitt stig á báðum stöðunum miðað við síðustu tíu ár. Næstu daga mun meðalhitinn enn rísa.
Snjólaust hefur verið á Akureyri í um það bil viku og víða annars staðar norðanlands er enginn snjór eða bara flekkótt jörð, jafnvel á Hólsfjöllum og við Mývatn, en alhvít jörð er þó enn á stöku stað.
Fylgiskjalið fylgist með.
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 10.5.2014 kl. 13:01 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Sæll Sigurður.
Þú segir svo frá að meðalhiti þessa mánaðar sé tveimur stigum yfir meðallagi í Reykjavík miðað við 1961-1990, en rúmlega einu stigi miðað við síðustu tíu ár.
Í fylgiskjali kemur fram að meðalhiti það sem af er apríl hafi verið 4,4 gráður hér í Rvík.
Síðan segir að meðalhiti árin ´61-´90 hafi verið 2,9 stig (sem gerir reyndar aðeins 1,5 undir meðalhitanum í apríl í ár) og 4 stig á síðustu 10 árum (sem gerir aðeins 0,4 gráður undir meðaltali þessa aprílmánaðar).
Þ.e.a.s. ef ég les rétt út úr exel-skjalinu.
Annars spái ég góðu sumri í ár.
Svo virðist sem fleiri séu að spá því þar sem þeir gera ráð fyrir að El Nino fari að láta á sér kræla núna strax í júní:
http://www.yr.no/nyheter/1.11678214
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 24.4.2014 kl. 09:08
Þakka ábendinguna Torfi. Ég miðaði við meðalhitnn til 23. apríl en ekki allan mánuðinn. En þarna var samt smámisræmi sem stafaði að því að textinn var skrifaður um miðjan dag áður en meðalhitin þessa síðasta dags hafði verið reiknaður.
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.4.2014 kl. 11:57
Hér hefur verið tekin upp sú nýbreytni í fyrsta sinn að athugasemdir eru ekki birtar sjálfkrafa heldur eftir að síðuhaldari hefur samþykkt þær. Þetta er vissulega neyðarúrræði en er gert til að halda frá þeim sem kunna sig ekki á netinu. Og rétt áðan var að koma meinfýsin athugasemd með enga efnislega vigt sem sýnir að ekki er vanþörf á. Þeir sem iðka slíka siði verður einfaldlega haldið frá þessari síðu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.4.2014 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.