Hlý aprílbyrjun í Reykjavík

Meðalhitinn fyrstu 11 daga mánaðarins er 5,7 stig í Reykjavík. Það er 4,0 stig yfir meðallaginu 1961-1990 en 2,8 stig yfir meðallagi þessarar aldar fyrir sömu daga. Jafnhlýtt var fyrstu 11 apríldagana 1955 en enga aðra mánuði fyrir þau ár, frá 1949, sem dagsmeðaltöl liggja laus fyrir. En sterkar líkur eru á því, eftir upplýsingum sem til eru um eldri hitamælingar þó ekki séu það raunverulega dagsmeðaltöl, að hlýrra hafi verið 1929 en einkum 1926 þessa fyrstu daga.
 
En ekki er hægt að kvarta yfir byrjuninni á þessum apríl hvað hitann varðar.
 
En nú er sem sagt að kólna þó varla sé hægt að kalla það almennilegt páskahret en um þau má hér um lesa. 

mbl.is Páskahretið verður á sínum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"En nú er sem sagt að kólna þó varla sé hægt að kalla það almennilegt páskahret..."(sic)

"Borið hefur á ofankomu á landinu síðustu daga og stendur orðið páskahret fullkomlega undir merkingu sinni." (http://www.visir.is/heimilt-ad-vera-a-nagladekkjum-i-vissum-adstaedum/article/2014140419309)

Það getur verið varasamt að skálda í framtíðina Sigurður Þór :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.4.2014 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband