Veðurreyndur silfurreynir

Silurreynirinn við Grettisgötu 17, sem stendur til að fella, hefur búið við reykvískt veðurfar frá 1908. Hann man kuldaskeið 19. aldar sem náði þó vel fram á tuttugustu öld og þar með frostaveturinn 1918, hlýskeiðið sem hófst upp úr 1920, hafísárin sem hófust 1965 og kuldaskeiðið í kjölfarið sem stóð næstum út 20. öldina og loks hið mikla hlýindaskeið það sem af er 21. aldar. Að fella svo reynda og veðurvitra lífveru sem á allt sitt undir sveiflum náttúrunnar er hreinlega glæpur.   

 

Þá er júní kominn á skrið og byrjar alveg sæmilega.

Fylgiskjalið fylgist með.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Það væri þess virði að rýna í árhringina ef tréð deyr.

Stefán Þ Ingólfsson, 4.6.2014 kl. 13:38

2 identicon

Við skulum vona, að honum verði hlíft og hann friðaður. Það er komið nóg af þessu eilífa niðurrifi alls staðar til þess eins  að reisa hótel. Ég bendi aðeins á undirskriftarsöfnunina, sem hafin er í þessu skyni og sagt hefur verið frá m.a. á vefnum kvennabladid.is. Þar má nálgast listann, þar sem fólk getur lagt sitt til málanna, til þess að reynirinn verði friðaður.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 13:50

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Tré eru hótel farfuglanna !

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.6.2014 kl. 05:55

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eru þau ekki fremur farfuglaheimili en hótel sem er auðvitað fuglavænna?! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.6.2014 kl. 12:02

5 Smámynd: Birnuson

„Þá er júní kominn á skrið og byrjar alveg sæmilega.“

Sannarlega. Hvað þarf mánuðurinn að verða hlýr til að fyrrihluti ársins verði hlýrri en áður hefur mælzt?

Birnuson, 6.6.2014 kl. 14:41

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tréð deyr úr elli eftir ca 90 ár.

Hvað þá? Kertafleyting á Tjörninni?

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.6.2014 kl. 14:46

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fyrstu fimm mánuðir árins í Reykjavík hafa aðeins orðið hlýrri 1964, 1847, 1929 og 2003 og í þessari röð. Fyrri hluta ársins, janúar til júní,  er 1964 líka í fyrsta sæti. Það eru hlýir vetur (jan-mars) sem valda mestu um hita fyrri hluta ársins og reyndar alls ársins. Veturnir 1964, 1847 og 1929 eru alveg í sérflokki. Þó veturinn núna hafi verið hlýr jafnast hann engan veginn á við þessa vetur og til að ná fyrri hluta ársins 1964 í hita þyrfti júní að ná 15 stigum til að jafna upp  ofurhlýjan vetur þess árs  Hlýjasta heila árið var aftur á móti 2003 sem er það fjórða hlýjasta fyrri hlutann en veturinn þá var allmikið kaldari en hinna þriggja áranna en svo var síðari hlutinn sjaldgæflega hlýr.  Til að jafna fyrri hluta 2003 þarf okkar júní að ná 11,5 stigum. Þá yrði hann að örlítið hlýrri en hlýjasti júní hingað til.  Svo er hálft árið eftir. En árið á góða möguleika á að verða með hlýrri eða jafnvel hlýjustu árum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.6.2014 kl. 16:48

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vonandi verður þetta hlýjast allra ára.

Guð blessi gróðurhúsaáhrifin!!

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.6.2014 kl. 05:12

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gunnar Th: Tréð fær opinbera viðhafnarútför á vegum borgarinnar og þú skrifar hjartnæma minningargrein af elliheimilinu og þá verður meðalhiti júlí orðinn 15 stig!   

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.6.2014 kl. 12:01

10 identicon

 Sæll Sigurður Þór.

 Eru nokkur skynsamleg rök sem standa til þess að
meðalhiti í júlí verði 15 stig fremur en sú bilun að
byrgja sjálfum sér sýn til allra átta með einhverjum
fúasprekum í stað þess að taka fram keðjusögina og
fjarlægja þennan fjanda(!)

P.S. Líður að stórafmæli, hef ekki móttekið boðskort
en haft þeim mun meiri spurnir af fagnaði sem muni taka
öllu fram í íburði og svalli en jafnvel þekkist í
Gamla testamentinu.

Húsari. (IP-tala skráð) 8.6.2014 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband