Réttræpur

Ríkissaksóknari hefur hvítþvegið lögregluna af drápi mannsins í Hraunbæ. Lögreglan rannsakaði þar sjálfa sig. Ríkissaksóknari segir að lögreglan hafi gert allt rétt. Ekkert hafi verið athugavert við framgöngu hennar þó ýmsir hafi bent á augljósa vankanta. Eins og til dæmis aðstandendur  mannsins sem var drepinn.

En hver hlustar á þá?

Ríkissaksóknari sýnir þeim bara fingurinn.

Maðurinn var réttdræpur.

Það er ekki orðað þannig í kansellístíl ríkisaksóknaraemblættisins. En það er boðskapurinn. Bara ekkert, nákvæmelga ekkert var athugavert  við þetta dráp. 

Maðurinn var réttdræpur geðsjúklingur. Einskis virði.  

Aðeins einn lögreglumaður hleypti af skoti. Tilbúinn að drepa aftur undir vernd ríkisvaldsins.

Það er víst maður sem er einhvers virði og er ríkisvaldinu að skapi.

Í gær var haldinn opinn fyrirlestur um  um ofbeldi sem heilbrigðisstarfsfólk verður fyrir á geðdeildum en ráðstefna um það var í vor.

En það verður víst bið á því að haldin verði ráðstefna um dráp lögreglunnar á geðveiku fólki. 

Og menn munu áreiðanlega passa sig vel á því að minnast aldrei á þetta manndráp framar.

Aldrei. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband