21.7.2014 | 22:11
Sólarleysi syðra en hlýindi norðaustanlands
Í dag var mjög hlýtt á norðaustanverðu landinu en þó langt frá öllum metum. Hiti fór víða á þessu svæði yfir 20 stig og mest 23,0 á Hallormsstað en 22,9 á Egilsstaðaflugvelli.
Í gær var svo yfir tuttugu stiga hiti um allan Borgarfjörð, alveg frá Hvanneyri til Húsafells þar sem hitinn varð 21,1 stig en sama í Kolási við Munaðarnes. Hiti náði líka 20 stigum í Landsveit og á Þingvöllum.
Meðalhitinn færist hratt upp á við. Hann er nú 11,2 stig í Reykajvík sem 0,1 stigi kaldara en meðaltal fyrstu 20 daga mánaðarins síðustu 30 ár en hálfu stigi undir meðaltali þessar aldar. Sýnir það nú hvað hún hefur verið hlý. Meðaltalið 1961-1990 er aðeins 10,5 stig fyrir þessa daga.
Á Akureyri er meðalhitinn núna 12,2 stig og líka á Húsavík en 12,3 stig á Torfum og 12,1 á Möðruvöllum en þessir staðir voru þeir hlýjustu í júní. Á Egisstöðum er meðalhitinn 11,9 stig en 12,0 á Hallormsstað.
Úrkoman er nú orðin meiri en en í meðallagi alls mánaðarins 1971-2000 mjög víða. Sérstaklega er úrkoman mikil á norðvesturlandi þar sem hún er sums staðar orðin meiri en hún hefur nokkru sinni mælst í öllum júlí. Gildir það reyndar líka um fáeinar aðrar stöðvar annars staðar.
Í Reykjavík er úrkoman nú 77 mm og hefur aðeins meiri verið fyrstu 20 dagana í júlí árin 1926, 86,5 mm og 1921, 81,6 mm. Á Akurureyri er úrkoman 68 mm en 62 mm á Hallormsstað en meiri á Egilsstöðum., 83 mm, sem sagt meiri en í Reykjavík!
Blessuð sólin, sem elskar allt, hefur skinið í Reykjavík í svo mikið sem í 51 stund sem er minna en nokkru sinni fyrir utan 29 stundir í júlí 1926 og 32 stundir 1989. Engar upplýsingar er að hafa um sólskinsstundir á Akureyri eða annars staðar.
Þennan dag árið 1986 mældist mesti kuldi sem mælst hefur í byggð á Íslandi í júlí, -4,1 stig í Möðrudal.
Þetta gæti sem sagt verið verra!
Fylgiskjalið er á sínum stað með Reykajvik og landið á blaði 1 en Akureyri á blaði 2.
Viðbót 29.7. Meðalhitinn á Akureyri er nú kominn í slétt 13 stig. Enginn almanaksmánuður hefur náð jafn hátt síðan í júí 1955. Á Torfum í Eyjafirði er meðalhitinn 13,1 stig. Því miður er að kólna og ekki víst að htinn verði í þessum tölum við mánaðarlok. Í dag var sól á suðurlandi og fór hitinn víða yfir 20 stig, mest 22,6 á Sámsstöðum í Fljótshlíð.
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 1.8.2014 kl. 01:18 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006